EN

Kornilios Michailidis

Hljómsveitarstjóri

Kornilios Michailidis er fæddur í Grikklandi og hefur getið sér gott orð sem hljómsveitarstjóri síðustu ár. Hann stundaði nám á píanó við École Normale de Musique í París og Jacobs School of Music of Indiana University í Bandaríkjunum. Árið 2018 lauk hann námi í hljómsveitarstjórnun við Sibeliusar-akademíuna.  

Hann gegndi stöðu aðstoðarhljómsveitarstjóra við Philharmonique de Radio France og sömu stöðu við Finnsku útvarpshljómsveitina.