EN

Ari Eldjárn og Sinfóníuhljómsveit Íslands

Fyrir 8.-10. bekk grunnskóla í Eldborg

Fyrir 8.-10. bekk grunnskóla í Eldborg

Þriðjudagur 7. febrúar 2017 kl. 11:00
Miðvikudagur 8. febrúar 2017 kl. 09:30
Miðvikudagur 8. febrúar 2017 kl. 11:00

Hljómsveitarstjóri Bernharður Wilkinson
Kynnir Ari Eldjárn

Ari Eldjárn kynnir vinsæl hljómsveitarverk sem margir þekkja úr öðru samhengi en af sinfóníutónleikum. Á skólatónleikunum hljómar klassísk tónlist úr kvikmyndum, m.a. Allegretto-kaflinn úr sjöundu sinfóníu Beethovens (úr myndinni The King's Speech), Dofrakonungs-kaflinn úr Pétri Gaut eftir Grieg (úr myndinni The Social Network), og Valkyrjureið Wagners (úr Apocalypse Now). Verkefnaval hverra skólatónleikanna getur verið breytilegt.

Tónleikarnir vara í u.þ.b. 40 mínútur

Óskir um bókun / tónleikarnir eru uppbókaðir

Óski skóli eftir því að bóka nemendur á skólatónleikana þarf að senda tölvupóst með eftirfarandi upplýsingum: 

- Heiti tónleika sem óskað er eftir
- Dag- og tímasetning sem óskað er eftir
- Heildarfjöldi sæta (nemendur og fylgdarmenn)
- Í hvaða árgangi nemendur eru (t.d. 3. bekkur, á við alla nema leikskóla)
- Netfang og símanúmer tengiliðs skólans 

skolatonleikar@sinfonia.is