EN

Fréttasafn

Fyrirsagnalisti

16. maí 2017 : Klassíkin okkar - Kjóstu þitt verk

Í annað sinn taka Sinfóníuhljómsveitin og RÚV höndum saman og gefa landsmönnum kost á að ráða efniskránni á fyrstu tónleikum hljómsveitarinnar á næsta starfsári.

Á meðan á kosningunni stendur verður Rás 1 með þætti í umsjón Guðna Tómassonar á laugardögum kl. 17 þar sem tónlistin er kynnt.

Kjóstu þitt uppáhalds verk

Lesa meira

10. maí 2017 : Opin kynning á næsta starfsári

Vinafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands býður á opna kynningu með Árna Heimi Ingólfssyni, listrænum ráðgjafa SÍ, í aðdraganda tónleikanna á fimmtudaginnn 11. maí. Þar mun Árni Heimir gefa áhugasömum forskot á sæluna og kynna dagskrá næsta starfsárs. Formleg dagskrá verður gefin út um næstu mánaðamót. 

Kynningin hefst kl. 18 í Hörpuhorni og Smurstöðin sér um veitingasölu. 

Allir velkomnir.

Lesa meira

5. maí 2017 : Yrkja III - Auglýst eftir umsóknum

Tónverkamiðstöð og Sinfóníuhljómsveit Íslands kalla nú eftir umsóknum frá tónskáldum um þátttöku í þriðja hluta YRKJU.

YRKJA er starfsþróunarverkefni Tónverkamiðstöðvar og veitir tónskáldum sem stödd eru á fyrri hluta starfsferils síns, tækifæri til að vinna með Sinfóníuhljómsveit Íslands undir handleiðslu Daníels Bjarnasonar staðarlistamanns hljómsveitarinnar.

Umsóknarfrestur er til og með 15. maí 2017.

Lesa meira

27. apríl 2017 : Fjórar stjörnur í Gautaborg

Sinfóníuhljómsveit Íslands lék fyrir fullum sal í tónleikahúsinu í Gautaborg síðastliðinn miðvikudag. Hjómsveitin fékk frábæra umfjöllun í sænskum og breskum fjölmiðlum.Sænska dagblaðið Dagens Nyheter og breski tónlistarvefurinn Bachtracks gáfu tónleikunum fjórar stjörnur. 

Tónleikaferð Sinfóníuhljómsveitar Íslands til Gautaborgar var sannkölluð sigurför og sýnir að hljómur sveitarinnar verðskuldar að heyrast oftar erlendis.“ - Gagnrýnandi Bachtracks.

Lesa meira

24. apríl 2017 : Nýr diskur með íslenskri hljómsveitartónlist

 

Nýr diskur með íslenskum hljómsveitarverkum í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands er kominn út.

Á honum má heyra verk eftir Önnu Þorvaldsdóttur, Mariu Huld Markan Sigfúsdóttur, Hlyn A. Vilmarsson, Þuríði Jónsdóttur og Daníel Bjarnason sem jafnframt er hljómsveitarstjóri. Diskurinn hefur fengið góðar viðtökur erlendis og er fáanlegur í verslunum Eymundssonar, Smekkleysu, 12 tónum og Epal í Hörpu.

Lesa meira

4. apríl 2017 : Streymt beint frá tónleikum í Gautaborg 19. apríl

Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur í tónleikaferð til Gautaborgar og leikur þar í hinu víðfræga tónleikahúsi borgarinnar 19. apríl. Tónleikunum verður streymt hér á vef hljómsveitarinnar kl. 17:30 að íslenskum tíma.


Víkingur Heiðar Ólafsson er einleikari og hljómsveitarstjóri er Yan Pascal Tortelier, aðalstjórnandi hljómsveitarinnar.

Lesa meira

4. apríl 2017 : Vögguvísur frá öllum heimshornum

Í þessari viku heldur Sinfóníuhljómsveitin sannkallaða heimstónleika og leikur vögguvísur frá ólíkum heimshornum í Norðurljósum. Tónleikarnir eru afrakstur af fjölþjóðlegu fræðsluverkefni sem hljómsveitin hefur starfað að í samvinnu við Austurbæjarskóla, Fellaskóla og Kársnesskóla.

Vögguvísurnar koma meðal annars frá Serbíu, Filippseyjum, Rússlandi, Indlandi, Íslandi og víðar úr heiminum. Nú verður útkoman kynnt á sérstökum skólatónleikum með söng, dansi, rappi og hljóðfæraleik. 

Lesa meira

17. mars 2017 : Osmo Vänskä útnefndur heiðursstjórnandi Sinfóníunnar

Finnski hljómsveitarstjórinn Osmo Vänskä hefur verið útnefndur heiðursstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Frammistaða Vänskä með hljómsveitinni hefur vakið mikla eftirtekt og er það mat manna að hann lyfti sveitinni í nýjar hæðir með túlkun sinni. Osmo hefur gegnt stöðu aðalgestastjórnanda frá árinu 2014 en var einnig aðalstjórnandi hljómsveitarinnar á árunum 1993-96.

Lesa meira

15. mars 2017 : Tilnefnd til FÍT-verðlaunanna

Sinfóníuhljómsveit Íslands er tilnefnd til FÍT-verðlaunanna í þremur flokkum; menningar-viðburðarmörkun, stakar auglýsingar fyrir prentmiðla og veggspjöld.

Auglýsingastofan Döðlur hefur unnið markaðsefni- og kynningarefni Sinfóníunnar og óskum við þeim innilega til hamingju með viðurkenninguna.

Lesa meira

10. mars 2017 : Osmo Vänskä stjórnar tvennum tónleikum 16. og 17. mars


Fimmtudaginn 16. mars stjórnar Vänskä sjöundu sinfóníu Beethovens og Yevgeni Sudbin leikur píanókonsert nr. 23 eftir Mozart og föstudaginn 17. mars stjórnar hann sinfóníu nr. 2 eftir Jan Sibelius í Föstudagsröðinni.

Lesa meira
Síða 1 af 10