EN

Fréttasafn

Fyrirsagnalisti

20. febrúar 2017 : Tortelier sæmdur riddaraorðu franska lýðveldisins

Yan Pascal Tortelier, aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, var sæmdur einni æðstu heiðursorðu franska lýðveldisins við hátíðlega athöfn í Lundúnum 9. febrúar síðastliðinn. 

Riddaraorðan sem Tortelier hlaut nefnist Chevalier de l'Ordre national de la Légion d'honneur og er veitt þeim sem hafa með störfum sínum borið hróður Frakklands til annarra landa.

Lesa meira

16. febrúar 2017 : Íslensku tónlistarverðlaunin 2016


Sinfóníuhljómsveit Íslands hlaut nokkrar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2016.

Tvennir tónleikar hljómsveitarinnar eru tilnefndir ásamt plötunni Choralis í flokki sígildra- og samtímatónlistar. Þar að auki eru tveir flytjendur sem komu fram með Sinfóníuhljómsveitinni tilnefndir og þrjú tónverk sem voru frumflutt á tónleikum hennar.

Lesa meira

15. febrúar 2017 : Skólatónleikar Sinfóníunnar


Í þessari viku spilar hljómsveitin tónlist Eivarar Pálsdóttur við sögu Helgu Arnalds Skrímslið litla systir mín á fimm skólatónleikum og síðustu viku tók hljómsveitin á móti 4.000 nemendum á skólatónleika með uppistandaranum Ara Eldjárni.

Á síðasta starfsári lék hjómsveitin fyrir um 14.000 nemendur.

Lesa nánar

Lesa meira

14. febrúar 2017 : Tvær lausar stöður

Sinfóníuhljómsveit Íslands auglýsir stöðu 2. konsertmeistara og 2. fagottleikara lausar til umsóknar frá og með næsta starfsári. Umsóknarfrestur er til og með 4. mars 2017.

Lesa meira

28. janúar 2017 : Sinfonia.is - Vefur ársins 2016

Vefur Sinfóníhljómsveitar Íslands var valinn Fyrirtækjavefur ársins 2016 og Vefur ársins á Íslensku vefverðlaununum. Einnig fékk hann sérstaka viðurkenningu fyrir gott efni á vefnum.

Í umsögn dómnefndar stendur: „Vefur Sinfóníuhljómsveitar Íslands er svo sannarlega í takt við ímynd fyrirtækisins og styður hana vel. Vandað hefur verið til verka þvert á í öllu efni og er samspil þess afar vel útfært. Á vef ársins slá allir þættir vefsins í takt.“

Lesa meira

27. janúar 2017 : Opið fyrir umsóknir í Ungsveitina

Tekið er við umsóknum í Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2017. 
Í ár verður verkefni Ungsveitarinnar Vorblót Stravinskíkjs.

Umsóknarfrestur er til og með 1. apríl 2017.

Lesa meira

26. janúar 2017 : Vefur Sinfóníunnar tilnefndur til íslensku vefverðlaunanna

Vefur Sinfóníuhjómsveitar Íslands hefur verið tilnefndur til Íslensku Vefverðlaunanna 2016 í flokki fyrirtækjavefur ársins.

Lesa meira

11. janúar 2017 : Sinfónían á Myrkum músíkdögum

Opin málstofa um stöðu íslenskrar hljómsveitartónlistar verður haldin 25. janúar í Kaldalóni.

Tónleikar hljómsveitrinnar í Eldborg 26. janúar verður undir stjórn Petri Sakari. Frumfluttur verður víólukonsert eftir Hauk Tómasson auk annarra íslenskra og erlendra samtímaverka.

Uppskerutónleikar Yrkju verða haldnir í Norðurljósum 27. janúar.

Lesa meira

20. desember 2016 : Viðburðaríkt ár hjá Sinfóníunni

Árið 2016 hefur verið viðburðaríkt hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands. Nýr aðalhljómsveitarstjóri tók við stjórnartaumunum við upphaf starfsársins í september og stjórnaði eftirminnilegum upphafstónleikum. Yan Pascal Tortelier er franskur hljómsveitarstjóri og hefur á löngum starfsferli komið víða við. Hann er mikill happafengur fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands og tónleikagesti en Tortelier hefur þegar stjórnað fernum tónleikum á starfsárinu og hlotið mikið lof innlendra og erlendra gagnrýnenda fyrir frammistöðu sína með hljómsveitinni.

Lesa meira

15. desember 2016 : Jólatónleikar Sinfóníunnar um helgina

Hátt í 300 tónlistarmenn og -nemar stíga á svið á Jólatónleikum Sinfóníunnar í ár. Tónleikarnir hafa um árabil verið túlkaðir á táknmáli. Með því leitast hljómsveitin við að opna heim tónlistarinnar fyrir enn fleirum.

Lesa meira
Síða 1 af 10