EN

Skólakortið

Gott sæti á góðu verði á tónleikadegi

Sinfóníuhljómsveitin býður námsmönnum yngri en 25 ára uppá nýjan möguleika til að njóta sinfóníutónleika, Skólakortið. Eftir að hafa sótt Skólakortið í miðasölu Hörpu geta handhafar þess keypt miða á tónleikadegi á almenna tónleika Sinfóníunnar á 1.700 kr. Hægt er að kaupa miða hvar sem er í salnum á þessu verði, allt eftir því hvað er laust.

Þegar Skólakortið er sótt þarf að sýna staðfestingu á skólavist. 


Aðrir skilmálar:

-  Skólakortið er ætlað ungu fólki, frá 16 ára aldri.
- Tónlistarnemar, eldri en 25 ára geta fengið skólakort gegn framvísun vottorðs um skólavist í tónlistarskóla.
- Skólakortið gildir ekki á Fantasíu 6. og 7/10 og ekki á Uppistand með Ara Eldjárn.