EN

Miðasala

Miðasala Hörpu sér um miðasölu og áskriftakortasölu fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Sími: 528 5050 

midasala@harpa.is

Hægt er að endurnýja eða kaupa áskriftir og Regnbogakort hér á vefnum og greiða á einfaldan og öruggan hátt. 

Fjórði bekkur getur verið fremsti bekkur við svið á tónleikum SÍ í Eldborg þar sem hjómsveitin spilar stundum á stækkuðu sviði.

Tónleikar hefjast stundvíslega á þeim tíma sem er tilgreindur á aðgöngumiðanum.

Vinsamlegast gefið ykkur nægan tíma fyrir tónleikana til þess að leggja bílnum, ná í miða og nota fatahengið.

Bílastæði
Bílastæðahús með 545 stæðum er við Hörpu. Bílastæðahúsið er upplýst og þaðan er beint aðgengi inn í húsið. Bílastæði fyrir hreyfihamlaða eru næst inngöngum. Gjaldskylda er í bílastæðin og er hægt að greiða með kortum og reiðufé. Leggja.is virkar einnig í bílastæðakjallara Hörpu.

Fyrir framan Hörpu er einungis hægt að hleypa gestum út úr farartækjum. Ekki er gert ráð fyrir að bílar leggi þar.

Miðar
Vinsamlegast geymið aðgöngumiðann þar sem þið þurfið að sýna hann við innganginn á sal.

Tónleikaskrá
Tónleikaskrá er innifalin í miðaverði og er afhent við innganga í salinn.

Stundvísi
Til þess að gestir njóti tónleikanna sem best er ekki hleypt inn á tónleika eftir að þeir hefjast, heldur verða þeir sem eru seinir fyrir að bíða þar til hlé verður á tónleikum.

Hlé
Hlé er gert á tónleikum og er það 20 mínútur. Hægt er að kaupa veitingar í hléi.