EN

Miðasala í Hörpu

Miðasala á tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands fer fram í miðasölu Hörpu á 1. hæð. Miðasalan er opin alla daga kl. 10:00–18:00. Miðasölusíminn, 528-5050, er opinn með sama afgreiðslutíma og þá er hægt að hafa samband við miðasöluna í tölvupósti á midasala@harpa.is .

Einnig er hægt er að kaupa miða á tónleika, áskrift og gjafakort hér á vefnum á einfaldan hátt – allan sólarhringinn!

TÓNLEIKAR REGNBOGAKORT

 

 

Eldborg - Sætaskipan

Fjórði bekkur getur verið fyrsti bekkur við svið á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg þar sem hjómsveitin spilar stundum á stækkuðu sviði.

Regnbogakort

Með Regnbogakorti getur þú valið þá tónleika sem höfða mest til þín af öllum tónleikum starfsársins og tryggt þér gott sæti með 20% afslætti. Hægt er að kaupa Regnbogakort með minnst fernum tónleikum.

Nánar um Regnbogakort

Áskriftasala

Áskrift að tónleikaröðum veitir þér 20% afslátt af almennu miðaverði og er jafnframt hvatning til að sækja tónleika reglulega.

Nánar um áskriftasölu

Gjafakort

Með gjafakorti á Sinfóníuhljómsveitar Íslands geta tónlistarunnendur á öllum aldri valið sér tónleika; Mozart, Beethoven, hátíðlega Vínartónleika eða hvað sem hæfir áhuga og smekk.

Nánar um Gjafakort

Skólakort

Skólakort Sinfóníunnar veitir námsmönnum yngri en 25 ára og tónlistarnemum möguleika á góðu sæti á sinfóníutónleika á 2.400 kr. ef miðinn er keyptur samdægurs.

Nánar um Skólakort