EN

Miðasala

Ný og fjölbreytt haustdagskrá 2020/21 hefur verið kynnt. Vegna kórónuveirunnar verður ekki unnt að halda í fyrri áform um tónleikahald sveitarinnar, sem gerðu ráð fyrir fjölda erlendra hljómsveitarstjóra og einleikara. Þess í stað mun Sinfóníuhljómsveitin halda tónleika sem verða um klukkustund án hlés og spannar efnisskráin vítt svið tónlistar. Vegna samkomutakmarkana er ekki hægt að lofa föstum áskriftarsætum en áskrifendur ganga að sínum sætum aftur þegar samkomutakmörkunum hefur verið aflétt. 

Tryggðu þér miða á tvenna eða fleiri tónleika hljómsveitarinnar með 20% afslætti. Sjáumst aftur í Hörpu.

KAUPA ÁSKRIFTARKORTMiðasala Hörpu

Miðasala Hörpu er lokuð tímabundið en þjónar áfram viðskiptavinum á alla daga frá kl. 12-16 í gegnum síma 528-5050 og midasala (hjá) harpa.is.

Hægt er að kaupa miða á tónleika og áskrift hér á vefnum á einfaldan hátt.

Tónleikar og miðasala

Áskriftakort

 


Áskriftasala

Vegna samkomutakmarkana er ekki hægt að lofa föstum áskriftarsætum í vetur en áskrifendur ganga að sínum sætum aftur þegar samkomutakmörkunum hefur verið aflétt.

Eldborg - Sætaskipan

Fjórði bekkur getur verið fyrsti bekkur við svið á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg þar sem hjómsveitin spilar stundum á stækkuðu sviði.