EN

Hugmyndir að Regnbogakorti

Fyrirsagnalisti

Íslenska röðin

 

Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur fjölda íslenskra tónverka á starfsárinu og fær til liðs við sig fjölbreyttan hóp íslenskra listamanna. Á starfsárinu hljómar m.a. verk eftir Önnu Þorvaldsdóttur, Pál Ragnar Pálsson, Jón Leifs, Daníel Bjarnason, Þórð Magnússon, Ingibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur og Magnús Blöndal Jóhannsson. Af listamönnum sem koma fram með hljómsveitinni má nefna Ólaf Kjartan Sigurðsson, Sigrúnu Eðvaldsdóttur, Stefán Jón Bernharðsson, Daníel Bjarnason, Ara Þór Vilhjálmsson, Katie Buckley og Víking Heiðar Ólafsson. 


Endurnýja Kaupa   

Einleikarar og söngvarar í fremstu röð

Hver stjarnan á fætur annarri mætir til leiks á næsta starfsári. Fiðluleikararnir Rainer Honeck, Dmytro Udovychenko og Ava Bahari sækja ísland heim ásamt píanistunum Lise de la Salle, Víkingi Heiðari Ólafssyni og Claire Huangci. Ólafur Kjartan Sigurðsson mun einnig bjóða til Wagner-veislu og óperugala en hann er jafnframt staðarlistamaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2023/24.

Endurnýja

  Kaupa

Hápunktar á 75 ára afmælisári

 

Í mars 2025 verða 75 ár liðin frá því Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt sína fyrstu tónleika. Í tilefni af afmælinu býður hljómsveitin upp á einstaklega glæsilega dagskrá þar sem hljómsveitin fær til sín einvalalið listamanna og leiðandi hljóðfæraleikarar úr röðum hljómsveitarinnar bjóða gestum upp sannkallaða tónlistarveislu. 


Endurnýja   Kaupa

Lesa meira

Stórbrotið og spennandi

Ómissandi á Regnbogakort þeirra sem vilja kraftmikla og stórbrotna sinfóníutónleika. Hér má meðal annars finna Shostakovitsj sinfóníu nr. 8, Mahler sinfóníu nr. 9, sellókonsert eftir Elgar og Ein Heldenleben eftir Strauss.

 

Endurnýja   Kaupa  

Fjölbreytt og freistandi

Sinfóníuhljómsveit Íslands býður upp á fjölbreytt úrval af tónleikum og ættu allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Tölvuleikjatónleikar, Home Alone bíótónleikar, HAM og Reykjavíkurdætur á Airwaves, Arvo Pärt sinfóníur og tónlistarveisla með Barböru Hannigan.

Endurnýja   Kaupa