EN

Fulltrúi á skrifstofu

Sinfóníuhljómsveit Íslands óskar eftir að ráða fulltrúa á skrifstofu í fullt starf.

Helstu verkefni:

 • Almenn skrifstofustörf

 • Aðstoð við skipulag hæfnisprófa

 • Undirbúningur og skipulag funda

 • Umsjón með flug- og hótelbókunum

 • Upplýsingagjöf og afgreiðsla erinda 

 • Umsjón með kaffistofu og innkaupum

 • Önnur tilfallandi verkefni 

Hæfniskröfur

 • Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi
 • Góð almenn tölvukunnátta
 • Góð íslensku- og enskukunnátta
 • Samskiptahæfni og rík þjónustulund
 • Skipulagshæfni og nákvæmni í vinnubrögðum
 • Sjálfstæði og frumkvæði í starfi
 • Áhugi á klassískri tónlist kostur 

Umsóknarfrestur er til og með 4. mars 2019. Umsókn, ásamt ferilskrá og fylgiskjölum, skulu berast til Unu Eyþórsdóttur, mannauðsstjóra (starf@sinfonia.is).