EN

Jafnlaunavottun

Hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands eru launaákvarðanir byggðar á málefnalegum forsendum og með því tryggt að sömu laun séu greidd fyrir sambærileg eða jafnverðmæt störf. Laun taka mið af eðli verkefna, ábyrgð, menntunar og starfsreynslu sem krafist er. Til grundvallar launaákvörðunum liggja stofnana- og kjarasamningar og starfslýsingar. Ákvarðanir um launabreytingar eru teknar af framkvæmdastjóra í samráði við mannauðsstjóra.

Sinfóníuhjlómsveit Íslands skuldbindur sig til að tryggja stöðugar umbætur, eftirlit og viðbrögð og fylgja viðeigandi lagalegum kröfum eins og þær eru hverju sinni.

Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur sett sér jafnlaunamarkmið

Sinfóníuhljómsveitin hefur komið upp, skjalfest og innleitt jafnlaunakerfi þar sem unnið er að stöðugum umbótum í samræmi við kröfur staðalsins ÍST 85:2012. Sinfóníuhljómsveitin hefur gert eftirfarandi til að innleiða virkt jafnlaunakerfi:

  • Sett jafnlaunastefnu
  • Ákvarðað þau jafnlaunaviðmið sem notuð eru til ákvörðunar launa.
  • Flokkað saman jafnverðmæt störf.
  • Tekið ákvarðanir til að tryggja að stefnur í jafnréttismálum séu kynntar starfsfólki og almenningi.
  • Tryggt nauðsynlegar auðlindir og upplýsingagjöf til að koma upp og innleiða jafnlaunakerfi stofnunarinnar.
  • Komið á áætlunum og aðgerðum til að ná settum markmiðum í jafnlaunamálum og komið á kerfisbundnu verklagi til að vakta og greina þætti sem hafa áhrif á jafnlaunakerfi stofnunarinnar.
  • Innleitt þær aðgerðir sem nauðsynlegar eru til að ná tilætluðum árangri og stöðugum umbótum á vegna jafnlaunamála hjá hljómsveitinni.