Ungsveit SÍ
Fyrirsagnalisti

Ungsveit Sinfóníunnar
Eitt mikilvægasta hlutverk sinfóníuhljómsveita um allan heim er að miðla þekkingu sinni og áhuga til nýrra kynslóða hljóðfæraleikara. Undanfarin ár hafa tæplega hundrað ungmenni úr tónlistarskólum landsins tekið þátt í Ungsveitarnámskeiði SÍ og náð undraverðum árangri.

Eliza Reid er verndari Ungsveitarinnar
Eliza Reid forsetafrú tók við stöðu verndara Ungsveitar Sinfóníuhljómsveitar Íslands á tíu ára afmæli sveitarinnar árið 2019. Í tilefni af afmælinu flutti Ungsveitin Níundu sinfóníu Beethovens ásamt úrvalsliði ungra einsöngvara og æskukóra fyrir fullu húsi í Eldborg sunnudaginn 22. september 2019.