Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2025 – viltu taka þátt?
Prufuspil verða haldin í Hörpu 24., 25. og 26. mars nk.
Hljómsveitarnámskeið Ungsveitar Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2025 stendur frá mánudeginum 8. september til sunnudagsins 21. september 2025. Verkefni Ungsveitarinnar er Sinfónía nr. 4 eftir Tsjajkovskíj undir stjórn Nathanaël Iselin.
Hljómsveitarnámskeiðinu lýkur með glæsilegum stórtónleikum í Eldborg, Hörpu, sunnudaginn 21. september kl. 14:00.
Prufuspil verða haldin í Hörpu 24., 25. og 26. mars nk.
Raddæfingar að vori verða haldnar í Hörpu 12., 13. & 14. maí nk.
Tuttiæfingar að vori fara fram í Hörpu 26., 27. & 28. maí nk.
Allir nemendur þurfa að sækja um til að leika með hljómsveitinni, líka þeir sem spiluðu með síðast. Hægt verður að nálgast umsóknareyðublöð á heimasíðu SÍ frá og með mánudeginum 27. janúar. Umsóknarfrestur er til miðnættis 23. febrúar.
Hér má nálgast umsóknareyðublað.
Hér má nálgast bréf til þátttakenda.