Fréttasafn
Fréttasafn: 2024
Fyrirsagnalisti
Annáll 2024
Sinfóníuhljómsveit Íslands lék á 105 fjölbreyttum og litríkum tónleikum á árinu 2024 fyrir um 79.000 góða gesti. Meðal fjölmargra hápunkta ársins má nefna komu hins heimsþekkta sellóleikara Yo-Yo Ma til landsins þar sem hann lék sellókonsert Elgars með hljómsveitinni ásamt því að leika á dúó-tónleikum með píanóleikaranum Kathryn Stott.
Staða uppfærslumanns í horndeild
Umsóknarfrestur er til 3. febrúar 2025.
Hæfnispróf fer fram 12. mars 2025 í Hörpu.
Einstakar jólastundir á aðventu
Sinfóníuhljómsveit Íslands býður upp á einstakar jólastundir í Norðurljósum 17. og 18. desember.
Gestir á jólastundunum eru nemendur úr vinaskólum hljómsveitarinnar, Klettaskóla, Arnarskóla, leikskólanum Sólborg og Laufásborg ásamt nemendum af táknmálssviði Hlíðaskóla og börnum og ungmennum í Blindrafélaginu.
Lesa meiraMinningarorð um Jón Nordal
Tónskáldið Jón Nordal markaði djúp spor í íslenska tónlistarsögu en hann er nú látinn á 99. aldursári. Jón var miðlægur í tónlistarlífi landsmanna um árabil, eitt ástsælasta tónskáld þjóðarinnar en líka mikilvirkur í uppbyggingarstarfi tónlistarlífsins sem skólastjóri og baráttumaður fyrir réttindum tónlistarmanna.
Lesa meiraSinfónían á ferð og flugi
Hljóðfæraleikarar Sinfóníuhljómsveitar Íslands voru á ferð og flugi í síðustu viku. Þau heimsóttu Barnaspítala Hringsins, Arnarskóla, Batamiðstöðina Kleppi, Roðasali, Vitatorg, Laugaskjól, Landspítalann Hringbraut, Landakot, Seltjörn og Hrafnistu.
Lesa meiraLalli töframaður á skólatónleikum í vikunni
Í dag buðum við leikskóla- og grunnskólabörnum á tónleika þar sem Lalli töframaður töfraði Sinfóníuhljómsveitina upp úr skónum með aðstoð góðra gesta. Krakkarnir sátu á töfrateppum á gólfinu og létu fara vel um sig í hlýjunni í Norðurljósum á þessum kalda nóvembermorgni.
Lesa meiraBarbara Hannigan og Víkingur Heiðar hljóta Musical America verðlaunin
Sinfóníuhljómsveit Íslands óskar Barböru Hannigan til hamingju með að hljóta Musical America verðlaunin sem listamaður ársins. Þá hlaut Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari einnig sömu verðlaun sem hljóðfæraleikari ársins og óskar hljómsveitin honum sömuleiðis hjartanlega til hamingju.
Lesa meiraLiam Kaplan ráðinn í stöðu píanóleikara hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands
Liam Kaplan hefur verið fastráðinn í stöðu píanóleikara hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands að loknu hæfnisprófi og sex mánaða reynslutímabili. Hljómsveitin býður Liam velkominn til starfa.
Lesa meira
Laus staða víóluleikara
Umsóknarfrestur er til 13. desember 2024.
Hæfnispróf fer fram 25. febrúar 2025 í Hörpu.
Minningarorð um Katrínu Árnadóttur
Katrín Árnadóttir, fyrrum fiðluleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands, lést 21. október síðastliðinn. Katrín lék fyrst með hljómsveitinni aðeins 19 ára gömul, árið 1961. Hún var fastráðin frá árinu 1969 og gengdi stöðu sinni hjá hljómsveitinn til ársins 1994.
Lesa meira- Nýrri fréttir
- Eldri fréttir