EN

Fréttasafn: 2024

Fyrirsagnalisti

15. maí 2024 : Barbara Hannigan ráðin aðalhljómsveitarstjóri og listrænn stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands


Kanadíski hljómsveitarstjórinn og söngkonan Barbara Hannigan hefur verið ráðin aðalhljómsveitarstjóri og listrænn stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hún mun taka við stöðunni í ágúst 2026 og gegna henni í þrjú starfsár. 

Lesa meira

26. apríl 2024 : Baggalútur og Sinfó á sumartónleikum í Eldborg


Miðasala er í fullum gangi á tónleika Baggalúts og Sinfó 13. og 15. júní í Eldborg. Leikin verða fjölmörg gríðarlega vinsæl, fjörug, hugljúf og ástsæl lög Baggalúts, listilega útsett fyrir hljómsveitina af vandvirku fagfólki – þar sem listrænir núansar og blæbrigði í melódíum og textum fá notið sín til fulls. Hér má finna nánari upplýsingar um tónleikana. 

Lesa meira

26. apríl 2024 : Listrænn ráðgjafi

Umsóknarfrestur er til og með 16. maí nk.

Sinfóníuhljómsveit Íslands leitar að listrænum ráðgjafa í 50% starf til eins árs. 

Lesa meira

24. apríl 2024 : Eva Ollikainen lýkur samningstíma sínum sem aðalhljómsveitarstjóri og listrænn stjórnandi í lok starfsársins 2025/26

Eva Ollikainen, sem tók við stöðu aðalhljómsveitarstjóra og listræns stjórnanda Sinfóníuhljómsveitar Íslands haustið 2020, mun ekki framlengja samningi sínum þegar hann rennur út í lok starfsársins 2025/26.

Lesa meira

25. mars 2024 : „Sinfónían í blóma“ hlýtur gullverðlaun FÍT

Kynningarefni Sinfóníuhljómsveitar Íslands „Sinfónían í blóma“ vann til gullverðlauna á FÍT-keppninni síðastliðna helgi í flokknum Myndlýsingar fyrir auglýsingar og herferðir. Félag íslenskra teiknara stendur fyrir verðlaunahátíðinni á hverju ári þar sem keppt er um það besta í grafískri hönnun og myndlýsingum á Íslandi.

Lesa meira

Lesa meira

13. mars 2024 : Glæsilegir tónleikar í Borgarnesi og Stykkishólmi í síðustu viku

Sinfóníuhljómsveit Íslands heimsótti Borgarnes og Stykkishólm í síðustu viku og hélt alls þrenna vel heppnaða tónleika. Hátt í 400 gestir sóttu tónleika hljómsveitarinnar í íþróttahúsinu Stykkishólmi þar sem Eva Ollikainen stjórnaði og Steiney Sigurðardóttir sellóleikari var í einleikshlutverkinu.

Lesa meira

11. mars 2024 : Tilnefningar til FÍT-verðlaunanna


Kynningarefni Sinfóníunnar er tilnefnt til FÍT-verðlaunanna í þremur flokkum; hreyfigrafík, umhverfisgrafík og í myndlýsingum fyrir auglýsingar og herferðir. 

Hlutverk verðlaunanna er að viðurkenna þau verk sem skara fram úr á Íslandi í grafískri hönnun og myndlýsingum.

Lesa meira

4. mars 2024 : Tilnefning til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2024

Plata Sinfóníuhljómsveitar Íslands Icelandic Works for the Stage er tilnefnd sem plata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum 2024 í flokknum sígild og samtímatónlist.

Lesa meira

26. febrúar 2024 : Sinfóníuhljómsveit Íslands fer í skólaheimsókir í vikunni


Sinfóníuhljómsveit Íslands bregður undir sig betri fætinum og heimsækir nokkra grunnskóla í Reykjavík í vikunni. Hjómsveitin mun halda sex skólatónleika í Seljaskóla, Breiðholtsskóla, Rimaskóla og Klettaskóla.

Lesa meira

23. febrúar 2024 : Tónleikaferð Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Stykkishólm og Borgarnes í vikunni

Sinfóníuhljómsveit Íslands kemur í Stykkishólm og heldur glæsilega tónleika í íþróttahúsinu fimmtudagskvöldið 7. mars kl. 19.30. Dagskrá tónleikanna skartar þremur verkum eftir höfuðtónskáld klassíska tímans en auk þess hljóma þrjú hugljúf íslensk lög í flutningi hljómsveitarinnar og sameinaðra kóra á Snæfellsnesi.

Lesa meira
Síða 1 af 2