EN

Lausar stöður

Fyrirsagnalisti

Lausar stöður hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands

 

Hér fyrir neðan eru allar lausar stöður hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Starf viðburða og skipulagsstjóri

Sinfóníuhljómsveit Íslands leitar að öflugum viðburða- og skipulagsstjóra í nýtt starf. Við leitum að skipulögðum aðila sem hefur brennandi áhuga á tónlist, reynslu af viðburða-, skipulags- og verkefnastjórnun og góða samskipta- og leiðtogahæfni. Viðburða- og skipulagsstjóri stýrir öflugu teymi á viðburðasviði.

Umsóknarfrestur er til og með 31. júlí nk.

Starf verkefnastjóra viðburða

Sinfóníuhljómsveit Íslands leitar að verkefnastjóra viðburða í nýtt starf. Leitað er að öflugum aðila sem hefur þekkingu og áhuga á klassískri tónlist og starfsumhverfi sinfóníuhljómsveita, reynslu af verkefna- og viðburðastjórnun, góða samskiptahæfileika og ríka þjónustulund. Verkefnastjóri viðburða heyrir undir viðburða- og skipulagsstjóra og starfar í öflugu teymi á viðburðasviði.

Umsóknarfrestur er til og með 31. júlí nk.

Staða leiðara í flautudeild

Hæfnispróf fer fram 28. ágúst 2020 í Hörpu.

Umsóknarfrestur er til og með 1. júlí 2020.

Staða uppfærslumanns í víóludeild

Hæfnispróf fer fram 13. janúar 2021 í Hörpu. 

Umsóknarfrestur er til og með 16. nóvember 2020. 

Stöður fiðluleikara

Hæfnispróf verður haldið 24. ágúst 2020 í Hörpu, Reykjavík.

Umsóknarfrestur er til og með 26. júní 2020