EN

3. desember 2025

Staða aðstoðarnótnavarðar

 

Sinfóníuhljómsveit Íslands óskar eftir að ráða aðstoðarnótnavörð í fullt starf. Leitað er að áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir drifkrafti og þjónustulund og góðum skipulags- og samskiptaeiginleikum.

Aðstoðarnótnavörður er mikilvægur tengiliður milli nótnasafns og hljómsveitar. Hann vinnur náið með nótnaverði og öðrum starfsmönnum í framkvæmdateymi, leiðurum hljóðfæradeilda og fleirum. Hann sér um að gera nótur aðgengilegar fyrir hljóðfæraleikara, sér um samræmingu á strokaferli og undirbýr æfingaparta eftir atvikum. Hann ber ábyrgð á að nótur standi á hljómsveitarpúltum fyrir æfingar, upptökur og tónleika og sér um frágang þeirra. Aðstoðarnótnavörður annast ýmis önnur verkefni.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólapróf sem nýtist í starfi. Framhaldsmenntun í tónlist æskileg.
  • Góð tölvu- og tæknifærni.
  • Yfirgripsmikil þekking á tónlist og nótnalestri.
  • Góð þekking á starfsemi sinfóníuhljómsveita.
  • Framúrskarandi samskiptahæfni er skilyrði.
  • Áhersla er lögð á skipulagshæfni, sveigjanleika, frumkvæði og sjálfstæði í starfi.

Sinfóníuhljómsveit Íslands, stofnuð árið 1950, er ein stærsta menningarstofnun landsins með rúmlega 100 manna starfslið. Hljómsveitin heldur úti fjölbreytilegri tónleikadagskrá, hljóðritar til innlendrar og erlendrar útgáfu, fer í tónleikaferðir innanlands og utan, auk þess sem hún stendur fyrir metnaðarfullu fræðslustarfi fyrir börn og fullorðna. Aðsetur Sinfóníuhljómsveitar Íslands er í Hörpu. Sjá nánar www.sinfonia.is

Um er að ræða fullt starf. Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Nánari upplýsingar

Geirlaug Jóhannsdóttir – geirlaug@hagvangur.is