EN

2009

Fyrirsagnalisti

25. nóvember 2009 : Skráðu þig á póstlistann - Bókarverðlaun

Skráðu þig á póstlistann okkar og fáðu reglulegar fréttir af starfi hljómsveitarinnar og óvænt tilboð. 17. desember verða þrjú netföng dregin út og fá þeir heppnu bókina  Líf í tónum sem  er ný ævisaga Jóns Leifs rituð af Árna Heimi, tónlistarfræðingi og tónlistarstjóra SÍ.

Lesa meira

19. nóvember 2009 : Vinafélagskynning 19. nóvember

Árni Heimir Ingólfsson tónlistarfræðingur og tónlistarstjóri SÍ kynnir verkin sem á leikin verða á tónleikum kvöldsins, píanókonsertinn eftir Schumann og Sinfóníu nr. 4 eftir Brahms. Hann rekur tilurð tónlistarinnar, segir frá örlagaríkri vináttur tónskáldanna og ást þeirra á Clöru Schuman.

Lesa meira

4. nóvember 2009 : Úrslit í einleikarakeppni SÍ og LHÍ

Samkeppni Listaháskólans og SÍ um að fá að koma fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum ungra einleikara 14. janúar 2010 fór fram í Háskólabíói 2. og 3. nóvember. Alls tóku ellefu nemendur þátt og dómnefnd úrskurðaði tvo þeirra hæfa til að koma fram á tónleikunum með SÍ. Þeir eru: Helga Svala Sigurðardóttir, flautuleikari og Matthías Sigurðsson, klarínettuleikari. Bæði eru þau nemendur við Tónlistarskólann í Reykjavík.

Lesa meira

26. október 2009 : Svarthöfði og Sinfónían á CNN

Enginn annar en Svarthöfði úr Stjörnustríði steig á svið og stjórnaði Sinfóníuhljómsveit Íslands. Myndskeið af tónleikunum hefur ratað inn á vefsvæði CNN sjónvarpsstöðvarinnar.

Myndskeiðið á CNN


Lesa meira

15. október 2009 : Áskrifendum fjölgar um 40%

Sextugasta starsárið hefur farið vel af stað hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands. Sala áskriftakorta hefur farið fram úr björtustu vonum og hefur áskrifendum okkar fjölgað um 40% frá síðasta starfsári og hafa þeir aldrei verið fleiri.

Lesa meira

8. október 2009 : Skólabörnum boðið á tónleika

Sinfóníuhljómsveit Íslands býður grunnskólabörnum í  4-7 bekk á tónleika í Háskólabíói 8. og 9. október.

Á  tónleikunum mun Sinfóníuhljómsveitin flytja Eldfuglinn eftir Ígor Stavinskíj. Rumon Gamba aðalhjómsveitarstjóri hljómsveitarinnar mun halda um sprotann og Halldóra Geirharðsdóttir leikkona er sögumaður.

Lesa meira

6. október 2009 : Íslensk tónlistarsaga í Harvard háskóla

Árni Heimir Ingólfsson, tónlistarstjóri SÍ, hélt fyrirlestur um íslenska tónlist við Harvard-háskóla laugardaginn 3. október síðastliðinn. Fyrirlesturinn bar yfirskriftina „Echoes from the Periphery: Rask 98, Modal Change, and Oral Transmission in 17th-century Iceland“ og var hluti ráðstefnu sem haldin var til heiðurs Thomas Kelly, sem er prófessor í miðaldatónlist við Harvard.

Lesa meira
Síða 1 af 6