EN

2009 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

27. september 2009 : Fullt hús hjá Ungsveit SÍ

Ungsveit SÍ flutti hina magnþrungnu fimmtu sinfóníu Sjostakovitsj undir stjórn Rumons Gamba á tónleikum í Háskólabíói laugardaginn 26. september. Góð mæting var á tónleikana og stemmningin var frábær á þessum fyrstu tónleikum Ungsveitarinnar.

Lesa meira

23. september 2009 : Sinfónían hljóðritar fyrir Chandos

Sinfóníuhljómsveit Íslands hljóðritaði þriðja geisladisk sinn með verkum franska tónskáldsins Vincent d'Indy fyrir Chandos-útgáfuna nú um miðjan september. Eins og áður stýrði Rumon Gamba hljómsveitinni, en auk þess lék Sigurður Flosason einleik á saxófón í verkinu Choral varié.  Einnig var hljóðrituð þriðja sinfónía tónskáldsins, auk tveggja smærri hljómsveitarverka.

Lesa meira
ashkenazy_forsida

22. júlí 2009 : Opið hús laugardaginn 5. september

Tónleikar með Ashkenazy og opin æfing með Maxímús. Allir velkomnir og frítt inn.

Nú er sextugasta starfsár Sinfóníuhljómsveitar Íslands að hefjast og við bjóðum öllum á opið hús í Háskólabíói laugardaginn 5. september. Efnisskrá starfsársins verður kynnt og börnum og fullorðnum skemmt með tónlist og uppákomum.

Lesa meira