Fréttasafn
2009 (Síða 2)
Fyrirsagnalisti
Fullt hús hjá Ungsveit SÍ
Ungsveit SÍ flutti hina magnþrungnu fimmtu sinfóníu Sjostakovitsj undir stjórn Rumons Gamba á tónleikum í Háskólabíói laugardaginn 26. september. Góð mæting var á tónleikana og stemmningin var frábær á þessum fyrstu tónleikum Ungsveitarinnar.
Lesa meiraSinfónían hljóðritar fyrir Chandos
Sinfóníuhljómsveit Íslands hljóðritaði þriðja geisladisk sinn með verkum franska tónskáldsins Vincent d'Indy fyrir Chandos-útgáfuna nú um miðjan september. Eins og áður stýrði Rumon Gamba hljómsveitinni, en auk þess lék Sigurður Flosason einleik á saxófón í verkinu Choral varié. Einnig var hljóðrituð þriðja sinfónía tónskáldsins, auk tveggja smærri hljómsveitarverka.
Lesa meira
Opið hús laugardaginn 5. september
Tónleikar með Ashkenazy og opin æfing með Maxímús. Allir velkomnir og frítt inn.
Nú er sextugasta starfsár Sinfóníuhljómsveitar Íslands að hefjast og við bjóðum öllum á opið hús í Háskólabíói laugardaginn 5. september. Efnisskrá starfsársins verður kynnt og börnum og fullorðnum skemmt með tónlist og uppákomum.
Lesa meira