EN

2022

Fyrirsagnalisti

2. maí 2022 : Eitt virtasta tónskáld Bandaríkjanna stjórnar eigin tónlist


Bandaríska tónskáldið John Adams stjórnar eigin verkum á næstu tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Víkingur Heiðar Ólafsson, staðarlistamaður SÍ, kemur fram með hljómsveitinni í píanókonsertinum Must the devil have all the good tunes?.

29. apríl 2022 : Ævintýratónleikar í Litla tónsprotanum um helgina

 

Sigríður Thorlacius, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Eyþór Ingi, Þór Breiðfjörð og Gradualekór Langholtskirkju koma fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands í flutningi á Skilaboðaskjóðunni á tvennum tónleikum í Eldborg, laugardaginn 30. apríl kl. 14 og 16. Stjórnandi er Kornilios Michailidis.

20. apríl 2022 : Á fjórða þúsund á skólatónleikum

 

Hátt í 2.000 nemendur heimsóttu Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborg á skólatónleikum í dag og von er á öðrum eins fjölda næstkomandi föstudag. Fluttir voru þrír þættir úr Plánetunum eftir Gustav Holst. Sævar Helgi Bragason kynnti um leið pláneturnar þrjár í máli og myndum og voru tónleikarnir táknmálstúlkaðir. 

Lesa meira

7. apríl 2022 : Á elleftu milljón safnaðist fyrir úkraínsku þjóðina í Hörpu


Að minnsta kosti 10.750.000 krónur söfnuðust í tengslum við Samstöðutónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands með úkraínsku þjóðinni sem haldir voru í Hörpu þann 24. mars sl. Fjármunirnir renna til neyðarsöfnunar Þroskahjálpar fyrir fatlað fólk í Úkraínu.  

Lesa meira

1. apríl 2022 : Lausar stöður hljóðfæraleikara

 

Þrjár stöður hljóðfæraleikara við Sinfóníuhljómsveit Íslands eru lausar eru til umsóknar. Um er að ræða stöðu leiðara í flautudeild, uppfærslumanns í 2. fiðlu og stöðu sellóleikara. Hæfnispróf verða haldin í júní og rennur umsóknarfrestur út síðar í apríl.

 

Lesa meira

31. mars 2022 : Staða leiðara í flautudeild


Staða leiðara í flautudeild Sinfóníuhljómsveitar Íslands er laus til umsóknar. Hæfnispróf verður haldið 8. júní nk. í Hörpu og er umsóknarfrestur til 13. apríl.


Lesa meira

28. mars 2022 : Raddæfingar hafnar hjá Ungsveitinni

Valið hefur verið í Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands eftir prufuspil sem fram fóru í síðustu viku. Í dag hófust raddæfingar ólíkra hljóðfærahópa og má hér sjá 2. fiðlu Ungsveitarinnar við æfingar í Eldborg, undir stjórn Páls Palomares, leiðara í 2. fiðlu Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Lesa meira

23. mars 2022 : Samstöðutónleikar með Úkraínu í Hörpu 24. mars

Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur sérstaka samstöðutónleika með úkraínsku þjóðinni og mun allur ágóði af miðasölu tónleikanna renna óskiptur til neyðarsöfnunar Þroskahjálpar fyrir fatlað fólk í Úkraínu.
Meistaraverk eftir þrjú af dáðustu tónskáldum sögunnar hljóma á þessum tónleikum ásamt verki eftir úkraínska tónskáldið Valentin Silvestrov.
Lesa meira

18. mars 2022 : Sinfónían hlýtur þrjár tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna

 

Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna voru kynntar í gær og hlaut Sinfóníuhljómsveit Íslands þrjár tilnefningar í flokknum Tónlistarviðburður ársins, fyrir þrjá stóra viðburði á árinu 2021; AIŌN, Grænu röðina og NýKlassík & Sinfó. 

Lesa meira

9. mars 2022 : Börn úr 75 leik- og grunnskólum í heimsókn

Skólatónleikarnir Veiða vind fóru fram í fjórgang í vikunni og heimsóttu okkur um 2.600 nemendur á aldrinum 5-7 ára frá yfir 70 leik- og grunnskólum. Tónleikunum í dag var einnig streymt beint á sinfonia.is svo nemendur um allt land gætu verið með okkur á tónleikunum.

Takk fyrir komuna!

Lesa meira
Síða 1 af 3