Ungsveit SÍ 2026 – viltu taka þátt?
Prufuspil verða haldin í Hörpu 13.,14. & 15. apríl nk.
Hljómsveitarnámskeið Ungsveitar Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2026 stendur frá mánudeginum 7. september til sunnudagsins 20. september 2026. Verkefni Ungsveitarinnar er Sheherazade eftir Rimskíj-Korsakov undir stjórn Nathanaël Iselin.
Hljómsveitarnámskeiðinu lýkur með glæsilegum stórtónleikum í Eldborg, Hörpu, sunnudaginn 20. september kl. 14:00.
Prufuspil verða haldin í Hörpu 13.,14. & 15. apríl nk.
13.04.26 Fiðlur
14.04.26 Tré og málmblásarar
15.04.26 Víólur, selló, bassar, slagverk og pákur
Raddæfingar að vori verða haldnar í Hörpu 27., 29 apríl, 4., & 5. maí nk.
Tuttiæfingar að vori fara fram í Hörpu 18., 19. & 20. maí nk.
Allir nemendur þurfa að sækja um til að leika með hljómsveitinni, líka þeir sem spiluðu með síðast. Hægt verður að sækja um og nálgast umsóknareyðublöð á heimasíðu SÍ frá og með mánudeginum 19. janúar nk. Umsóknarfrestur er til miðnættis 22. febrúar nk.
Hér má nálgast umsóknareyðublað.
Hér má nálgst bréf til þátttakenda.
Upplýsingar um Ungsveit SÍ 2026 veitir Hjördís Ástráðsdóttir, fræðslustjóri hjordis.astradsdottir@sinfonia.is
