Sigurvegarar í keppni ungra einleikara 2026
Sigurvegarar keppninnar Ungir einleikarar 2026 hafa nú verið valdir og að þessu sinni báru fjórir tónlistarnemar sigur úr býtum. Þau eru Halldóra Ósk Helgadóttir söngkona, Lilja Hákonardóttir flautuleikari, Matthildur Traustadóttir fiðluleikari og Mariann Rähni píanóleikari. Þau stíga á svið sem einleikarar með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í Eldborg föstudaginn 24. apríl 2026.
Í ár sóttu alls 17 keppendur um og var hópur þátttakenda afar fjölbreyttur að vanda.
Í dómnefnd sátu Sigrún Eðvaldsdóttir konsertmeistari SÍ, Birna Hallgrímsdóttir píanóleikari, Steinunn Vala Pálsdóttir flautuleikari, Kristín Einarsdóttir Mäntylä söngkona, og Tryggvi M. Baldvinsson, listrænn ráðgjafi SÍ.
Keppnin Ungir einleikarar er mikilvægur vettvangur fyrir unga tónlistarmenn á Íslandi og veitir sigurvegurum einstakt tækifæri til að stíga á svið með Sinfóníuhljómsveit Íslands og kynna hæfileika sína fyrir breiðum hópi áheyrenda.
Ungir einleikarar er samstarfsverkefni Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Listaháskóli Íslands. Hljómsveitarstjóri að þessu sinni er hinn svissneski Baldur Brönnimann sem er aðalstjórnandi og listrænn stjórnandi Konunglegu fílharmóníusveitarinnar og tónlistarháskólans í Galisíu á Spáni.
Við þökkum öllum kærlega fyrir þátttöku í keppninni og óskum sigurvegurunum hjartanlega til hamingju með árangurinn.
Ungir einleikarar 2026
Halldóra Ósk Helgadóttir, söngur
W.A. Mozart – Vorrei spiegarvi, oh dio
Leonard Bernstein – Glitter and be Gay úr Candide
Giacomo Puccini – Quando m'en vo úr La Bohéme
Franz Lehár – Einer wird kommen úr Der Zarewitsch
Jonathan Dove- It's my wedding úr The Enchanted Pig
Lilja Hákonardóttir, flauta
Jacques Ibert – Flautukonsert
Matthildur Traustadóttir, fiðla
Alexander Glazunov – Fiðlukonsert í A moll, Op. 82
Mariann Rähni, píanó
George Gershwin – Píanókonsert í F-dúr
- Eldri frétt
- Næsta frétt
