EN

Póstkort

Fyrirsagnalisti

Póstkort frá Sinfóníunni

Sinfóníuhljómsveit Íslands sendir leik- og grunnskólum landsins póstkort með hugljúfri tónlistarkveðju þar sem hljómsveitin leikur uppáhaldslög margra barna sem komið hafa á tónleika hjá sveitinni.

Hverju póstkorti er hægt að varpa upp og til að hlusta á tónlistina er hlekkur á kortinu opnaður.

Neðst á hverju póstkorti er spurning tengd innihaldi tónlistarkveðjunnar. Ef þið hafið áhuga og tíma til að svara spurningunni með ykkar nemendum væri gaman að heyra frá ykkur. Svarið sendið þið á hjordis@sinfonia.is.

Póstkort nr. 1 – Gleðisöngurinn

Sinfóníuhljómsveit Íslands sendir hlýjar kveðjur með einu af uppáhaldslögum margra barna. Lagið heitir Óðurinn til gleðinnar og er eftir Beethoven. Hljómsveitin fékk vini sína, Hildigunni og Braga Valdimar, til að klæða lagið í nýjan búning og halda þannig upp á 250 ára afmæli Beethovens.

Sækja póstkort (.ppt)

Póstkort nr. 2 – Für Elise

Sinfóníuhljómsveit Íslands sendir hlýjar kveðjur með öðru uppáhaldslagi margra barna. Lagið heitir Til Elísu og er eftir tónskáldið og vin okkar, Beethoven. Lagið samdi hann fyrir vinkonu sína sem spilaði á píanó. Hljómsveitin fékk félaga sinn, Jóhann G., til að skrifa Til Elísu fyrir hljóðfæri Sinfóníuhljómsveitarinnar svo allir í hljómsveitinni gætu spilað lagið á 250 ára afmæli Beethovens.

Sækja póstkort

Póstkort nr. 3 – Kvæðið um fuglana

Í þriðja póstkortinu sendir hljómsveitin ylhýrar kveðjur og sætan fuglasöng. Lagið sem við sendum í dag er bæði í uppáhaldi hjá hljómsveitinni og mörgum börnum. Atli Heimir Sveinsson samdi lagið Kvæðið um fuglana við ljóð Davíðs frá Fagraskógi. Lagið er sannkölluð söngperla og á Degi íslenskrar tungu er það oft sungið við texta Þórarins Eldjárn, Á íslensku má alltaf finna svar.

Sækja póstkort (.PPT)

Póstkort nr. 4 – Intermezzo úr Dimmalimm

Síðasta póstkortið að sinni er ævintýralega fallegu lagi, Intermezzo, úr Dimmalimm kóngsdóttur. Lagið er eitt af uppáhaldslögum hljómsveitarinnar. Atli Heimir, sem við kynntumst í síðasta póstkorti samdi lagið við ævintýri sem listamaðurinn Muggur skrifaði fyrir litla frænku sína en Muggur málaði líka gullfallegar myndir með sögunni.

Sækja Póstkort (.ppt)