EN

Daníel Bjarnason

Listamaður í samstarfi

Daníel Bjarnason hefur átt farsælt samstarf við Sinfóníuhljómsveit Íslands í rúman áratug, bæði sem hljómsveitarstjóri og tónskáld. Hann var staðarlistamaður á árunum 2015–2018 og aðalgestastjórnandi árin 2019–2021, en starfar
nú með sveitinni sem „listamaður í samstarfi“ (Artist in Association). Tónsmíðar Daníels hafa vakið mikla athygli víða um heim og hafa margsinnis hljómað á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands, nú síðast fiðlukonsert hans í flutningi Pekka Kuusisto í mars 2021.

Meðal verkefna sem framundan eru með Daníel og Sinfóníuhljómsveit Íslands má nefna hljóðritun á nýrri plötu fyrir Sono Luminus. Þrjár plötur forlagsins með íslenskri tónlist í flutningi hljómsveitarinnar hafa vakið mikla athygli og var ein þeirra tilnefnd til Grammy-verðlauna fyrir besta hljómsveitarflutning.