Öflugt og fjölþætt fræðslustarf er mikilvægur þáttur í starfsemi Sinfóníuhljómsveitar Íslands og hefur verið allt frá stofnun hennar. Fræðslustarfið er í stöðugri framþróun þar sem áhersla er lögð á gæði, fjölbreytileika og samstarf.
Skólatónleikar, skólaheimsóknir og leiðsögn nemendahópa er fastur liður í starfsemi hljómsveitarinnar sem leggur ríka áherslu á að vera í góðum tengslum við samfélagið.