EN

Skólakortið

Snilld í hverri viku með Skólakorti Sinfóníunnar

Skólakort Sinfóníunnar veitir námsmönnum yngri en 25 ára og tónlistarnemum möguleika á góðu sæti á sinfóníutónleika á 2.300 kr. ef miðinn er keyptur samdægurs. Hægt er að kaupa miða hvar sem er í salnum á þessu verði, allt eftir því hvað er laust.

Skólakortið gildir á alla áskriftartónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Veturinn 2023-24 gildir skólakortið ekki á eftirfarandi tónleika og samsverkefni:

  • Harry Potter og fanginn frá Azkaban bíótónleikar
  • Ásgeir Trausti og Sinfó
  • Fílalag og Sinfó

Þegar Skólakortið er sótt þarf að sýna staðfestingu á skólavist ef neminn er eldri en 25 ára.

Hægt er að afskrá sig af SMS sendingarlista Skólakortsins með því að senda tölvupóst á sinfonia@sinfonia.is


Sækja um skólakort

Athugið: Nauðsynlegt er að fylla út þá reiti sem merktir eru með *.

Til að fyrirbyggja ruslpóst:

Aðrir skilmálar:

  • Skólakortshöfum er send áminning í SMS á tónleikadegi þar sem hægt er að kaupa miða á skólakortsverði. Hægt er að afskrá sig fyrir SMS-sendingum með því að senda póst á sinfonia@sinfonia.is.
  • Tónlistarnemar, eldri en 25 ára geta fengið skólakort gegn framvísun vottorðs um skólavist í tónlistarskóla í miðasölu Hörpu.