EN

Upptökur frá tónleikum í hljóði og mynd

Wagner-veisla 5. sep. 19:30 Eldborg | Harpa

  • Efnisskrá

    Richard Wagner Forleikur að þriðja þætti úr Lohengrin
    Richard Wagner Was duftet doch der Flieder úr Die Meistersinger von Nürnberg
    Richard Wagner Forleikur að þriðja þætti úr Die Meistersinger von Nürnberg
    Richard Wagner Forleikur að Der fliegende Holländer
    Richard Wagner Die Frist ist um úr Der fliegende Holländer
    Richard Wagner Forleikur að Tännhauser (Parísarútgáfan)
    Richard Wagner Wotan‘s Abschied úr Die Walküre

  • Hljómsveitarstjóri

    Eva Ollikainen

  • Einleikari

    Ólafur Kjartan Sigurðarson

Hlusta

Klassíkin okkar 30. ágú. 20:00 Eldborg | Harpa

  • Efnisskrá

    Gioachino Rossini William Tell, forleikur
    Sergej Prokofíev Montag og Kapúlett úr Rómeó og Júlíu
    Jacob Gade Tango Jalousie
    Leonard Bernstein Mambo úr West Side Story
    W.A Mozart Soave sia il vento úr Così fan tutte
    Anna Meredith Nautilus
    Una Torfadóttir Fyrrverandi
    W.A. Mozart Lacrimosa úr Requiem
    Aaron Copland Fanfare for the Common Man
    Gioachino Rossini Kattadúettinn
    Bubbi Kveðja
    Bedřich Smetana Moldá
    Giuseppe Verdi Dies irae úr Requiem
    Sigvaldi Kaldalóns Ave María
    Ludwig van Beethoven Óðurinn til gleðinnar

  • Hljómsveitarstjóri

    Bjarni Frímann Bjarnason

  • Flytjendur

    Agnes Thorsteins
    Bubbi Morthens
    Gunnar Björn Jónsson
    Karin Torbjörnsdóttir
    Ólafur Kjartan Sigurðarson
    Sigrún Eðvaldsdóttir
    Una Torfadóttir

  • Kórar

    Mótettukórinn
    Söngsveitin Fílharmónía

  • Kynnar

    Halla Oddný Magnúsdóttir
    Guðni Tómasson

Horfa

Jólatónleikar Sinfóníunnar 17. des. 16:00 Eldborg | Harpa

  • Efnisskrá

    Gunnar Þórðarson Jólaforleikur
    Jón Sigurðsson Jólin alls staðar
    Jay Livingston og Ray Evans Jólasnjór
    Ingibjörg Þorbergs Hin fyrstu jól
    Meredith Willson Nú minnir svo ótal margt á jólin
    Joo-Hye Lee Christmas Fantasy
    Gunnar Þórðarson Óður til Jólanna
    Sigvaldi Kaldalóns Jólakvæði
    Franz Xaver Gruber Heims um ból

  • Hljómsveitarstjóri

    Ross Jamie Collins

  • Einsöngvarar

    Páll Óskar Hjálmtýsson
    Jóhanna Guðrún Jónsdóttir
    Kolbrún Völkudóttir

  • Kynnir

    Trúðurinn Barbara

  • Táknmálstúlkur

    Eva Rún Guðmundsdóttir

  • Gestir

    Stúlknakór Reykjavíkur
    Kammerkórinn Aurora
    Táknmálskórinn Litlu sprotarnir
    Dansarar úr Listdansskóla Íslands
    Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar
    Ungir tónlistarnemendur

Horfa

Stuart Skelton syngur Wagner 25. feb. 20:00 - 21:00 Eldborg | Harpa

Horfa

Tsjajkovskíj og Shostakovitsj 11. okt. 19:30 Eldborg | Harpa

Japanska fiðlustjarnan Sayaka Shoji er Íslendingum að góðu kunn, en hún hefur tvívegis leikið á sumarhátíðinni Midsummer Music í Hörpu. Árið 1999 varð hún yngsti sigurvegari í sögu Paganini-keppninnar og þar með voru örlög hennar ráðin. Í dag ferðast hún um heiminn með Stradivarius-fiðluna sína og heillar áheyrendur hvert sem hún fer. Á þessum tónleikum leikur hún einn dáðasta fiðlukonsert allra tíma, þann sem Tsjajkovskíj samdi árið 1878 handa elskhuga sínum, fiðluleikaranum Josef Kutek. Ástríðuþrungnar hendingar í bland við stef sem minna á rússnesk þjóðlög gera konsertinn að ógleymanlegri upplifun.

Stjórnandi tónleikanna er hinn finnski Klaus Mäkelä, sem þrátt fyrir ungan aldur hefur sýnt að hann er einn eftirtektarverðasti hljómsveitarstjóri Norðurlanda um þessar mundir. Glitrandi forleikur Bernsteins að óperettunni Candide er viðeigandi upptaktur að tónleikunum enda er öld liðin frá fæðingu Bernsteins haustið 2018. Tíunda sinfónía Shostakovitsj er eitt hans vinsælasta verk enda hefur hún bæði að geyma ofsafengna dramatík og innilega ljóðrænu. Þetta var fyrsta sinfónían sem tónskáldið samdi eftir lát Stalíns vorið 1953 og margir heyra í verkinu uppgjör við þann örlagaríka tíma. Shostakovitsj á að hafa sagt að annar þátturinn væri „mynd af Stalín í tónum“, en hvað sem því líður er tónlistin einstaklega áhrifamikil. 

Horfa

LA / Reykjavík 5. okt. 19:30 Eldborg | Harpa

Horfa

Fyrstu tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands

9. mars 1950

Hér má heyra hljóðritun frá fyrstu tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands, með ávarpsorðum dr. Páls Ísólfssonar, sem haldnir voru í Austurbæjarbíói 9. mars árið 1950. Efnisskráin er svohljóðandi:

Tónleikarnir hefjast á ávarpi dr. Páls Ísólfssonar, þá er Þjóðsöngurinn leikinn og þá koma þessi verk: Beethoven: Egmont forleikurinn, Sjö rúmenskir þjóðdansar eftir Béla Bartók og Divertemento í b-dúr eftir Haydn fyrir flautu, óbó, klarinettu, fagott og horn.

Að lokum má heyra ófullgerðu sinfóníuna. Tekið skal fram að vegna höfundarréttar þá varð að sleppa verki Bartóks í þessu hlaðvarpi.

Stjórnandi á þessum fyrstu tónleikum var dr. Róbert A. Ottósson.

Smelltu hér til að hlusta