Fyrstu tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands
9. mars 1950
Hér má heyra hljóðritun frá fyrstu tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands, með ávarpsorðum dr. Páls Ísólfssonar, sem haldnir voru í Austurbæjarbíói 9. mars árið 1950. Efnisskráin er svohljóðandi:
Tónleikarnir hefjast á ávarpi dr. Páls Ísólfssonar, þá er Þjóðsöngurinn leikinn og þá koma þessi verk: Beethoven: Egmont forleikurinn, Sjö rúmenskir þjóðdansar eftir Béla Bartók og Divertemento í b-dúr eftir Haydn fyrir flautu, óbó, klarinettu, fagott og horn.
Að lokum má heyra ófullgerðu sinfóníuna. Tekið skal fram að vegna höfundarréttar þá varð að sleppa verki Bartóks í þessu hlaðvarpi.
Stjórnandi á þessum fyrstu tónleikum var dr. Róbert A. Ottósson.