EN

Tónleikar & miðasala

Óperan Brothers 9. jún. 19:30 Eldborg | Harpa

Íslenska óperan sýnir óperuna Brothers eftir Daníel Bjarnason í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands á Listahátíð í Reykjavík í júní 2018. Verkið sem fjallar um stríð, bræðralag og ástir, er byggt á samnefndri kvikmynd eftir Susanne Bier sem margir þekkja og librettóið er eftir Kerstin Perski.

Óperan, sem er fyrsta ópera tónskáldsins, var frumsýnd í Árósum síðastliðið haust í Den Jyske Opera og hlaut frábærar viðtökur áheyrenda og einróma lof gagnrýnenda. Brothers var valið tónverk ársins í sígildri- og samtímatónlist á Íslensku tónlistarverðlaununum 2018. Leikstjóri uppfærslunnar er Kasper Holten sem lét nýverið af störfum sem óperustjóri Covent Garden.

Aðalæfing fyrir óperuna er föstudaginn 8. júní kl. 21:00.

 • Söngvarar

  Oddur Arnþór Jónsson
  Marie Arnet
  Selma Buch Ørum Villumsen
  Elmar Gilbertsson
  Þóra Einarsdóttir
  James Laing
  Jakob Zethner
  Hanna Dóra Sturludóttir
  Paul Carey Jones

 • Flytjendur

  Sinfóníuhljómsveit Íslands og Kór Íslensku óperunnar

 • Tónskáld og hljómsveitarstjóri

  Daníel Bjarnason

 • Líbrettó

  Kerstin Perski

 • Leikstjórn

  Kasper Holten

Hlusta

Behzod spilar Rakhmanínov 7. jún. 19:30 Eldborg | Harpa

Undrabarnið frá Úsbekistan, Behzod Abduraimov, spilaði sig inn í hjörtu tónleikagesta Sinfóníuhljómsveitar Íslands haustið 2015 þegar hann lék píanókonsert eftir Prokofíev með slíkum tilþrifum að tónleikagestir supu hveljur af hrifningu. Nú snýr hann aftur með einn vinsælasta konsert allra tíma í farteskinu. Píanókonsert nr. 2 eftir Rakhmanínov er ljóðrænn og tilþrifamikill í senn, sannkölluð flugeldasýning fyrir þá sem hafa gaman af píanóleik eins og hann gerist bestur.

Florence Price var fyrsta bandaríska blökkukonan til að leggja fyrir sig sinfónískar tónsmíðar og það með prýðilegum árangri. Hún vann til verðlauna fyrir fyrstu sinfóníu sína árið 1932 og í kjölfarið var verkið flutt af Sinfóníuhljómsveitinni í Chicago. Á síðustu árum hefur tónlist hennar verið grafin úr gleymsku og nú hljómar hún í fyrsta sinn á Íslandi. Bandaríski hljómsveitarstjórinn Joshua Weilerstein hlaut fyrstu verðlaun í hinni virtu Malko- hljómsveitarstjórakeppni árið 2009. Hann hefur síðan ferðast víða um lönd og stjórnað m.a. öllum helstu hljómsveitum Norðurlanda og hinni margfrægu Concertgebouw-hljómsveit í Amsterdam. 

Hlusta

Alina spilar Sibelius 25. maí 19:30 Eldborg | Harpa

Rússneski fiðluleikarinn Alina Pogostkina er fædd í Leníngrad og hóf fiðlunám fjögurra ára gömul, en fjölskylda hennar fluttist síðar til Þýskalands og hún stundaði framhaldsnám í Berlín og Salzburg. Hún hlaut fyrstu verðlaun í Sibelius-keppninni í Helsinki árið 2005 og hefur síðan komið fram með mörgum helstu hljómsveitum og stjórnendum heims, m.a. Gustavo Dudamel, Sakari Oramo og Vladimir Ashkenazy, auk þess að koma fram á tónlistarhátíðunum í Salzburg, Edinborg og Bergen. Fiðlukonsert Sibeliusar er sívinsælt meistaraverk og þessi sigurvegari Sibeliusar-keppninnar hefur fengið lof víða um lönd fyrir túlkun sína á einmitt þessu verki. Alina Pogostkina leikur á Stradivarius-fiðlu frá árinu 1717 sem hún hefur að láni frá Nippon Music Foundation.

Daniel Blendulf er margverðlaunaður sænskur hljómsveitarstjóri og er aðalstjórnandi Dalasinfoniettan. Hann stjórnar stemningsríku verki Kaiju Saariaho þar sem hún sækir innblástur í norrænan vetrarhiminn. Konsert fyrir hljómsveit var eitt síðasta verkið sem ungverski meistarinn Béla Bartók lauk við áður en hann lést úr hvítblæði árið 1945. Í konsertinum sýnir hann allar hliðar hljómsveitarinnar á glæsilegan hátt enda hefur þetta verið eitt af vinsælustu hljómsveitarverkum 20. aldar allt frá því það hljómaði fyrst.

Fiðluleikarinn Alina Pogostkina hleypur í skarðið fyrir Janine Jansen sem hefur neyðst til að aflýsa öllum tónleikum sínum undanfarnar vikur vegna veikinda.

Hlusta

Ævintýratónleikar Ævars 10. feb. 16:00 Eldborg | Harpa

 • Efnisskrá

  Tónlist úr Harry Potter, Hringadróttinssögu, Draugabönum o.fl.

 • Hljómsveitarstjóri

  Bernharður Wilkinson

 • Kynnir

  Ævar Þór Benediktsson

 • Hreyfimyndir

  Svart Design

Hlusta

Yrkja - uppskerutónleikar 26. jan. 12:00 Norðurljós | Harpa

 • Efnisskrá

  Gísli Magnússon Akvocirkulado (frumflutningur)
  Veronique Vaka Jacques Rift (frumflutningur)

 • Hljómsveitarstjóri

  Daníel Bjarnason

 • Kynnir

  Elísabet Indra Ragnarsdóttir

Hlusta

Sæunn og Víkingur 25. jan. 19:30 Eldborg | Harpa

Hlusta

Ungir einleikarar 11. jan. 19:30 Eldborg | Harpa

 • Efnisskrá

  George F. Händel Tornami a vagheggiar, úr Alcinu
  W.A. Mozart Der hölle Rache, úr Töfraflautunni
  Giuseppe Verdi La traviata, forleikur
  Vincenzo Bellini Ah! Non giunge, úr La sonnambula
  Richard Strauss Hornkonsert nr. 2
  Georg Philipp Telemann Víólukonsert
  Sergei Prokofíev Píanókonsert nr. 3

 • Hljómsveitarstjóri

  Daniel Raiskin

 • Einleikarar

  Bryndís Guðjónsdóttir, sópran, Guðmundur Andri Ólafsson, horn, Ásta Kristín Pjetursdóttir, víóla, Romain Þór Denuit, píanó

Hlusta

Vínartónleikar 6. jan. 19:30 Eldborg | Harpa

Hlusta

Jólatónleikar Sinfóníunnar 17. des. 16:00 Eldborg | Harpa

 • Efnisskrá

  Robert Sheldon Jólaforleikur
  John Francis Wade Adeste Fideles (Frá ljósanna hásal)
  Pjotr Tsjajkovskíj Dansar úr Hnotubrjótnum
  Jester Hairston Mary’s Boy Child
  Sígild jólalög

 • Hljómsveitarstjóri

  Bernharður Wilkinson

 • Kynnir

  Trúðurinn Barbara

 • Fram koma

  Fjöldi góðra gesta

Hlusta

Aðventutónleikar 7. des. 19:30 Eldborg | Harpa

 • Efnisskrá

  J. S. Bach Hljómsveitarsvíta nr. 3 í D-dúr
  W. A. Mozart Exsultate, jubilate
  W. A. Mozart Così fan tutte, forleikur
  W. A. Mozart Porgi amor, úr Brúðkaupi Fígarós
  W. A. Mozart Martern aller Arten, úr Brottnáminu úr kvennabúrinu
  W. A. Mozart Sinfónía nr. 31

 • Hljómsveitarstjóri

  Jonathan Cohen

 • Einsöngvari

  Sally Matthews

Hlusta

Hollywood / Reykjavík 12. okt. 19:30 Eldborg | Harpa

 • Efnisskrá

  Tónlist úr vinsælum kvikmyndum: Stjörnustríði, Súperman, Gone with the Wind, Sunset Boulevard, The Monuments Men, Breakfast at Tiffany's, Ben-Húr og Brúnni yfir ána Kwai.

 • Hljómsveitarstjóri

  Richard Kaufman

Hlusta

Calder-strengjakvartettinn 8. okt. 17:00 Norðurljós | Harpa

Hlusta

LA / Reykjavík 5. okt. 19:30 Eldborg | Harpa

Horfa Hlusta
Astrid Lindgren tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Astrid Lindgren tónleikar 30. sep. 16:00 Eldborg | Harpa

 • Efnisskrá

  Tónlist úr Línu Langsokk, Emil í Kattholti og fleiri ævintýrum eftir Astrid Lindgren í nýjum útsetningum eftir Jóhann G. Jóhannsson.

 • Hljómsveitarstjóri

  Anna-Maria Helsing

 • Söngvarar

  Þórunn Arna Kristjánsdóttir og
  Sigurður Þór Óskarsson

 • Kór

  Kór Kársnesskóla

Hlusta

Ungsveitin leikur Vorblót 24. sep. 17:00 Eldborg | Harpa

Hlusta

Klassíkin okkar 1. sep. 20:00 Eldborg | Harpa

 • Efnisskrá

  Georges Bizet Carmen, forspil
  Gaetano Donizetti Una furtiva lagrima úr Ástardrykknum
  George Gershwin Summertime úr Porgy og Bess
  Pjotr Tsjajkovskíj Aría Gremíns úr Evgení Onégin
  Georges Bizet Votre toast úr Carmen
  Leo Delibes Blómadúettinn úr Lakmé
  Giuseppe Verdi Va, pensiero, þrælakórinn úr Nabucco
  Giacomo Puccini O mio babbino caro úr Gianni Schicchi
  Giacomo Puccini Nessun dorma úr Turandot
  Henry Purcell When I am laid in earth úr Dídó og Eneas
  W.A. Mozart Aría Næturdrottningarinnar úr Töfraflautunni
  W.A. Mozart Pa-pa-gena…Pa-pa-geno úr Töfraflautunni
  Antonín Dvorák Söngur til mánans úr Rusölku
  Richard Wagner Pílagrímakórinn úr Tannhäuser
  Pietro Mascagni Intermezzo úr Cavalleria rusticana
  Georges Bizet Au fond du temple saint úr Perluköfurunum
  Georges Bizet Habanera úr Carmen
  Giuseppe Verdi Libiamo ne’ lieti calici úr La traviata

 • Hljómsveitarstjóri

  Daníel Bjarnason

 • Einsöngvarar

  Þóra Einarsdóttir, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Dísella Lárusdóttir, Hallveig Rúnarsdóttir, Suzanne Fischer, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, Hildigunnur Einarsdóttir, Elmar Gilbertsson, Ólafur Kjartan Sigurðarson og Kristinn Sigmundsson

 • Kórar

  Kór Íslensku óperunnar
  Óperukórinn í Reykjavík
  Karlakór Kópavogs

Horfa Hlusta

Fyrstu tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands

9. mars 1950.

Hér má heyra hljóðritun frá fyrstu tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands, með ávarpsorðum dr. Páls Ísólfssonar, sem haldnir voru í Austurbæjarbíói 9. mars árið 1950.pall_isolfsson Efnisskráin er svohljóðandi:

Tónleikarnir hefjast á ávarpi dr. Páls Ísólfssonar, þá er Þjóðsöngurinn leikinn og þá koma þessi verk: Beethoven: Egmont forleikurinn, Sjö rúmenskir þjóðdansar eftir Béla Bartók og Divertemento í b-dúr eftir Haydn fyrir flautu, óbó, klarinettu, fagott og horn.

Að lokum má heyra ófullgerðu sinfóníuna . Tekið skal fram að vegna höfundarréttar þá varð að sleppa verki Bartóks í þessu hlaðvarpi.

Stjórnandi á þessu fyrstu tónleikum var dr. Róbert A. Ottósson.

Smelltu hér til að hlusta