Arvo Pärt: Fratres
Eistneska tónskáldið Arvo Pärt (f. 1935) er meðal þekktustu núlifandi tónskálda heims og svo virðist sem kyrrðin, tærleikinn og hin allt að því dulræna andakt sem einkennir best þekktu verk hans eigi sérstakt erindi við nútímamanninn. Sá upphafni einfaldleiki sem verk Pärts búa yfir, og hefur verið nefndur helgi naumhyggja, eða holy minimalism, er þó ekki eins einfaldur og hann sýnist. Hann byggir á áralangri leit og tilraunum með hugmyndafræði, form, tónmál og stíl.
Pärt hóf tónsmíðaferil sinn hinu sovéska Eistlandi sem nýklassískt tónskáld og bera snemmvecrk hans keim af Prokofíev og Shostakovitsj. Hann leitaði síðar á framúrstefnulegri mið og varð til að mynda fyrstur landa sinna til að semja tónverk með 12tóna aðferð Schoenbergs – nokkuð sem stjórnvöld tóku óstinnt upp, og töldu til merkis um spillandi, vestræn áhrif. Að lokum fór tónskáldinu sjálfu að finnast framúrstefna og seríalismi lítið meira en innantómir leikir vitsmunanna. Pärt dró sig hlé frá opinberu tónlistarlífi um átta ára skeið og leitaði inn á við, kannaði tónlist endurreisnar og miðalda, Gregorssöng og kennisetningar rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar. Niðurstaða hans varð tær og einföld tónsmíðaaðferð sem hann nefnir tintinnabulistíl, eða bjölluhljómsstíl, þar sem hljómtónar og laglínur óma saman svo minnir á yfirtóna bjölluhljóms. Útkoman er einstök – nútímaleg og forn í senn – og leiðir hlustandann inn í stillt tímaleysi og djúpa hugun.
Verkið Fratres, eða Bræður, frá árinu 1977, er meðal fyrstu verkanna sem tónskáldið samdi með hinni nýmótuðu tintinnabuliaðferð eftir að „þögla tímabilinu“ lauk. Verkið er látlaust í byggingu: Einskonar tilbrigði við sex takta stef leikin af strengjum, sem brotin eru upp með stuttum yrðingum frá slagverki. Það er til ótal útsetningum, enda var það upphafi gefið út án fastrar hljóðfæraskipunar. Pärt hefur sjálfur lýst tónlist sinni á þann veg að henni megi líkja við hvítt ljós sem felur sér allt litrófið. Þetta litróf verði þó aðeins sýnilegt þegar ljósið brotnar prismu, og sú prisma, segir Pärt, getur verið hugur áheyrandans. Hlustun hans og hugun er þannig það ljósbrot sem opinberar margbreytileika tónlistarinnar. Þessi lýsing á óvíða eins vel við og verkinu Fratres, sem er undurfagurt og margslungið þrátt fyrir látleysið.