EN

16. september 2025

Karnival dýranna á skólatónleikum

Í dag og á morgun býður Sinfóníuhljómsveit Íslands um 3500 leikskóla- og grunnskólabörnum á ferna tónleika í Eldborg. Hljómsveitin flytur Karnival dýranna eftir Camille Saint-Saëns á meðan Rán Flygenring situr á sviðinu og teiknar dýrin stór og smá í Karnivalinu sem birtast ljóslifandi á stóra tjaldinu í Eldborg. 


123-719

Halldóra Geirharðsdóttir er kynnir og flytur smellin kvæði Þórarins Eldjárns við Karnival dýranna. Hljómsveitarstjóri er Richard Schwennicke. Sólin skein á þessum fallega haustdegi þegar krakkarnir mættu í Hörpu.