EN

2021

Fyrirsagnalisti

28. desember 2021 : Vínartónleikum og Ungum einleikurum frestað

Í ljósi aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar og hertra samkomutakmarkana hefur Sinfóníuhljómsveit Íslands ákveðið að fresta Vínartónleikum 2022, sem fara áttu fram 6., 7. og 8. janúar næstkomandi, sem og tónleikunum Ungir einleikarar sem fara áttu fram 13. janúar, um óákveðinn tíma. 

Lesa meira

13. desember 2021 : Jólagleði Sinfóníuhljómsveitar Íslands um borg og bý

 

Sinfóníuhljómsveit Íslands er í hátíðarskapi þessa dagana og hélt sína árlegu jólagleðidagskrá með viðkomu á Hrafnistu og Landspítala dagana 14.-16. desember.

 

Lesa meira

10. desember 2021 : Þekkir þú Brahms og Shostakovitsj?

Við leitum að umsjónarmanni nótna

Sinfóníuhljómsveit Íslands óskar eftir að ráða umsjónarmann nótna. Leitað er að áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir drifkrafti og góðum samskiptaeiginleikum. Um 50% stöðu er að ræða, sem svo verður að fullu starfi haustið 2022. Viðkomandi þarf að gera hafið störf sem fyrst.

7. desember 2021 : Barbara Hannigan – efnisskráin opinberuð

Kanadíska sópransöngkonan og hljómsveitarstjórinn Barbara Hannigan kemur í fyrsta sinn til Íslands næsta voru- og er víst að tónleikar þessarar frábæru tónlistarkonu verða stórviðburður í tónlistarlífinu. Barbara Hannigan stjórnar og syngur með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tvennum tónleikum í Eldborg í Hörpu á opnunarhelgi Listahátíðar í Reykjavík, 3. og 4. júní 2022.  

Lesa meira

7. desember 2021 : Hljómsveitarstjóraefni stjórna Debussy og Beethoven

Hljómsveitarstjóraakademía Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefur verið í fullum gangi í vetur og í morgun var komið að því að hljómsveitarstjóraefnin fengju tækifæri til að stíga á stjórnendapallinn og stjórna sjálfri Sinfóníuhljómsveit Íslands. Eva Ollikainen, aðalhljómsveitarstjóri og listrænn stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, er stjórnandi akademíunnar.

Lesa meira

26. nóvember 2021 : Barokksöngvarinn Benedikt

„Þetta er í raun gjörólíkt hljóðfæri þó að það heiti vissulega líka tenór,“ segir tenórsöngvarinn Benedikt Kristjánsson um muninn á barokksöng og óperusöng, en hann hefur sérhæft sig í hinu fyrrnefnda. Benedikt fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands á aðventutónleikum sveitarinnar næstkomandi fimmtudag 2. desember, og flytur aríur eftir Bach og Händel undir stjórn Dirk Vermeulen. Rætt var við Benedikt í bæklingi Sinfóníuhljómsveitarinnar starfsárið 2021-22.

Lesa meira

23. nóvember 2021 : Geisladiskurinn Jón Nordal kominn út

Í tilefni af 95 ára afmæli tónskáldsins Jóns Nordal fyrr á þessu ári hefur útgáfufyrirtækið Polarfonia Classics nú gefið út tvöfaldan hljómdisk með sjö verkum eftir Jón. Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur undir stjórn Petri Sakari ásamt fjölda einleikara.

 

Lesa meira

17. nóvember 2021 : Hraðprófs krafist á tónleika

Í samræmi við núgildandi sóttvarnareglur er nú gerð krafa um að gestir framvísi neikvæðu hraðprófi á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands, eða þá neikvæðu pcr-prófi eða vottorði um fyrri Covid-19 sýkingu, ekki eldra en 180 daga. Eldborg er skipt upp í þrjú sóttvarnahólf og er grímuskylda á tónleikum.

Hraðpróf gilda í 48 klst. og eru þau gjaldfrjáls. Nauðsynlegt er að bóka tíma fyrirfram í hraðpróf.

Hlé er á tónleikum samkvæmt venju en engin veitingasala er í hléi. Fatahengi eru staðsett í hverju sóttvarnahólfi. Mikilvægt er að mæta tímanlega á tónleikana og framvísa niðurstöðum hraðprófs.

Lesa meira

8. nóvember 2021 : Í leit að kjarnanum

 

Víkingur Heiðar Ólafsson er staðarlistamaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands starfsárið 2021-22. Í bæklingi starfsársins birtist við hann viðtal um verkefni hans með hljómsveitinni í vetur, en fyrstu tónleikarnir í hinni svonefndu Svörtu röð Sinfóníunnar í vetur sem inniheldur eingöngu tónleika með Víkingi verða fimmtudaginn 18. nóvember næstkomandi, þar sem fluttur verður píanókonsert eftir Thomas Adès.

 

Lesa meira
Síða 1 af 6