EN

28. desember 2021

Vínartónleikum og Ungum einleikurum frestað

Í ljósi aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar og hertra samkomutakmarkana hefur Sinfóníuhljómsveit Íslands ákveðið að fresta Vínartónleikum 2022, sem fara áttu fram 6., 7. og 8. janúar næstkomandi, sem og tónleikunum Ungir einleikarar sem fara áttu fram 13. janúar, um óákveðinn tíma. 

Frekari upplýsingar um tónleikana verða sendar út til miðahafa þegar mál skýrast betur.

Við óskum ykkur gleðilegrar hátíðar og hlökkum til að hitta ykkur í tónleikasal að nýju.