EN

Fréttasafn: 2025

Fyrirsagnalisti

21. nóvember 2025 : JólaGjöf sem hljómar vel

Með gjafakorti Sinfóníunnar geta tónlistarunnendur á öllum aldri valið hvaða tónleika sem er úr fjölbreyttri dagskrá hljómsveitarinnar. Hvernig hljóma til dæmis hátíðlegir Vínartónleikar, E.T. bíótónleikar, Mahler 8, fjölskyldutónleikar, Elgar og Eldfuglinn, Nærmynd af Hildi Guðnadóttur eða hvað sem hæfir áhuga og smekk. Gjafakortið er tímalaust og rennur ekki út. Gefðu lifandi tónlist um jólin!

Lesa meira

6. nóvember 2025 : Opin æfing fyrir eldri borgara

Sinfóníuhljómsveit Íslands býður ríflega 1000 eldri borgurum af höfuðborgarsvæðinu á opna æfingu fyrir Vínartónleika hljómsveitarinnar. Leikin verður Vínartónlist og dúettar í flutningi Eyrúnar Unnarsdóttur og Sveins Dúa Hjörleifssonar auk þess sem dansarar stíga á svið.

 

 
Lesa meira

5. nóvember 2025 : Staða hornleikara

Sinfóníuhljómsveit Íslands auglýsir til umsóknar stöðu almenns hornleikara í horndeild.

Umsóknarfrestur er til 10. janúar 2026.

Hæfnispróf fer fram 21. febrúar 2026 í Hörpu.

Lesa meira

26. september 2025 : Nýtt lag með Mugison og Sinfó

 

Mugison og Sinfóníuhljómsveit Íslands gefa út lagið Til Lífsins í Ást í tveimur útgáfum bæði í hljóði og mynd. Til Lífsins í Ást var tekið upp í Eldborg, Hörpu í aðdraganda samstarfsverkefnis Iceland Airwaves 2025, Sinfóníunnar og Mugisons.

 
Lesa meira

24. september 2025 : Björn Skúlason verndari Ungsveitarinnar

Björn Skúlason maki forseta Íslands hefur tekið að sér hlutverk verndara Ungsveitar Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Af því tilefni var hann viðstaddur tónleika Ungsveitarinnar í Eldborg í Hörpu sl. sunnudag þar sem sveitin flutti fjórðu sinfóníu Tsjajkovskíjs undir stjórn Nathanaël Iselin.

Lesa meira

17. september 2025 : Hljómsveitarstjóraakademía 2025-2026

Sinfóníuhljómsveit Íslands auglýsir hljómsveitarstjóraakademíu sína næsta haust.
Tekið verður við umsóknum frá 1.10.25-8.10.25. Umsóknina á að senda á hjordis@sinfonia.is
Allir þurfa að sækja um þátttöku, líka þeir sem voru með á síðasta námskeiði.

Lesa meira

16. september 2025 : Karnival dýranna á skólatónleikum

Í dag og á morgun býður Sinfóníuhljómsveit Íslands liðlega 3500 leikskóla- og grunnskólabörnum á ferna tónleika í Eldborg. Hljómsveitin flytur Karnival dýranna á meðan Rán Flygenring situr á stóra sviðinu og teiknar dýrin stór og smá í Karnivalinu eftir því sem ævintýrinu vindur fram. 

Lesa meira

5. september 2025 : Ungir einleikarar 2026

Í ár fer fram keppnin Ungir einleikarar í tuttugasta og fyrsta sinn og heldur áfram þeirri merku hefð að veita ungum tónlistarmönnum tækifæri til að stíga á svið með Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Umsóknarfrestur er til og með 15. október 2025.

Lesa meira

27. ágúst 2025 : Prufuupptökur / „Demó“

Dagana 2. og 3. febrúar 2026 mun Sinfóníuhljómsveit Íslands standa fyrir „demó“-upptökum á íslenskum tónverkum, sem hafa ekki verið flutt áður af hljómsveitinni.

Lesa meira

21. ágúst 2025 : Sinfó í sundi

Klassíkin okkar fer fram í tíunda sinn í Eldborg í Hörpu föstudaginn 29. ágúst kl. 20:00 í samvinnu við RÚV.

Af því tilefni bjóða margar sundlaugar víða um land upp á viðburðinn Sinfó í sundi þar sem sent verður beint út frá tónleikunum á sundstöðum.

Lesa meira
Síða 1 af 4