EN

Fréttasafn: 2025

Fyrirsagnalisti

17. desember 2025 : Jólarúta Sinfóníunnar á verður á ferðinni 19. og 20. desember

Sinfóníuhljómsveit Íslands er í sannkölluðu hátíðarskapi um þessar mundir. Hljómsveitin fer á flakk um höfuðborgarsvæðið fimmtudaginn 18. desember og föstudaginn 19. desember. Á fernum tónleikum víðs vegar um bæinn mun hljómsveitin leika fallega jólatónlist undir stjórn Elias Brown.

 

Lesa meira

17. desember 2025 : Einstakar jólastundir

Sinfóníuhljómsveit Íslands stendur fyrir einstökum jólastundum í Hörpu 16. og 17. desember. Gestir á jólastundum eru nemendur úr vinaskólum hljómsveitarinnar; Klettaskóla, Arnarskóla og leikskólanum Sólborg ásamt nemendum af táknmálssviði Hlíðaskóla og börnum og ungmennum í Blindrafélaginu. 

Lesa meira

4. desember 2025 : Staða túbuleikara

Sinfóníuhljómsveit Íslands auglýsir eftir umsóknum um stöðu túbuleikara.

Umsóknarfrestur er til 9. febrúar 2026 og niðurstöður fyrstu umferðar verða kynntar þátttakendum 14. febrúar 2026.

 

 

 
Lesa meira

3. desember 2025 : Staða aðstoðarnótnavarðar

Sinfóníuhljómsveit Íslands óskar eftir að ráða aðstoðarnótnavörð í fullt starf. Leitað er að áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir drifkrafti og þjónustulund og góðum skipulags- og samskiptaeiginleikum.

Lesa meira

2. desember 2025 : Staða almenns kontrabassaleikara

Sinfóníuhljómsveit Íslands auglýsir eftir umsóknum um stöðu almenns kontrabassaleikara.

Umsóknarfrestur er til 26. febrúar 2026

Lesa meira

21. nóvember 2025 : Jólagjöf sem hljómar vel

Með gjafakorti Sinfóníunnar geta tónlistarunnendur á öllum aldri valið hvaða tónleika sem er úr fjölbreyttri dagskrá hljómsveitarinnar. Hvernig hljóma til dæmis hátíðlegir Vínartónleikar, E.T. bíótónleikar, Mahler 8, fjölskyldutónleikar, Elgar og Eldfuglinn, Nærmynd af Hildi Guðnadóttur eða hvað sem hæfir áhuga og smekk. Gjafakortið er tímalaust og rennur ekki út. Gefðu lifandi tónlist um jólin!

Lesa meira

6. nóvember 2025 : Opin æfing fyrir eldri borgara

Sinfóníuhljómsveit Íslands býður ríflega 1000 eldri borgurum af höfuðborgarsvæðinu á opna æfingu fyrir Vínartónleika hljómsveitarinnar. Leikin verður Vínartónlist og dúettar í flutningi Eyrúnar Unnarsdóttur og Sveins Dúa Hjörleifssonar auk þess sem dansarar stíga á svið.

 

 
Lesa meira

5. nóvember 2025 : Staða hornleikara

Sinfóníuhljómsveit Íslands auglýsir til umsóknar stöðu almenns hornleikara í horndeild.

Umsóknarfrestur er til 10. janúar 2026.

Hæfnispróf fer fram 21. febrúar 2026 í Hörpu.

Lesa meira

26. september 2025 : Nýtt lag með Mugison og Sinfó

 

Mugison og Sinfóníuhljómsveit Íslands gefa út lagið Til Lífsins í Ást í tveimur útgáfum bæði í hljóði og mynd. Til Lífsins í Ást var tekið upp í Eldborg, Hörpu í aðdraganda samstarfsverkefnis Iceland Airwaves 2025, Sinfóníunnar og Mugisons.

 
Lesa meira

24. september 2025 : Björn Skúlason verndari Ungsveitarinnar

Björn Skúlason maki forseta Íslands hefur tekið að sér hlutverk verndara Ungsveitar Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Af því tilefni var hann viðstaddur tónleika Ungsveitarinnar í Eldborg í Hörpu sl. sunnudag þar sem sveitin flutti fjórðu sinfóníu Tsjajkovskíjs undir stjórn Nathanaël Iselin.

Lesa meira
Síða 1 af 4