Fréttasafn
Fréttasafn: 2025
Fyrirsagnalisti
Nýtt lag með Mugison og Sinfó
Mugison og Sinfóníuhljómsveit Íslands gefa út lagið Til Lífsins í Ást í tveimur útgáfum bæði í hljóði og mynd. Til Lífsins í Ást var tekið upp í Eldborg, Hörpu í aðdraganda samstarfsverkefnis Iceland Airwaves 2025, Sinfóníunnar og Mugisons.
Opin æfing fyrir eldri borgara
Sinfóníuhljómsveit Íslands býður ríflega 1000 eldri borgurum af höfuðborgarsvæðinu á opna æfingu fyrir Vínartónleika hljómsveitarinnar. Leikin verður Vínartónlist og dúettar í flutningi Eyrúnar Unnarsdóttur og Sveins Dúa Hjörleifssonar auk þess sem dansarar stíga á svið.
Staða hornleikara
Sinfóníuhljómsveit Íslands auglýsir til umsóknar stöðu almenns hornleikara í horndeild.
Umsóknarfrestur er til 10. janúar 2026.
Hæfnispróf fer fram 21. febrúar 2026 í Hörpu.
Lesa meira
Björn Skúlason verndari Ungsveitarinnar
Björn Skúlason maki forseta Íslands hefur tekið að sér hlutverk verndara Ungsveitar Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Af því tilefni var hann viðstaddur tónleika Ungsveitarinnar í Eldborg í Hörpu sl. sunnudag þar sem sveitin flutti fjórðu sinfóníu Tsjajkovskíjs undir stjórn Nathanaël Iselin.
Lesa meira
Hljómsveitarstjóraakademía 2025-2026
Sinfóníuhljómsveit Íslands auglýsir hljómsveitarstjóraakademíu sína næsta haust.
Tekið verður við umsóknum frá 1.10.25-8.10.25. Umsóknina á að senda á hjordis@sinfonia.is
Allir þurfa að sækja um þátttöku, líka þeir sem voru með á síðasta námskeiði.
Karnival dýranna á skólatónleikum
Í dag og á morgun býður Sinfóníuhljómsveit Íslands liðlega 3500 leikskóla- og grunnskólabörnum á ferna tónleika í Eldborg. Hljómsveitin flytur Karnival dýranna á meðan Rán Flygenring situr á stóra sviðinu og teiknar dýrin stór og smá í Karnivalinu eftir því sem ævintýrinu vindur fram.
Lesa meira
Ungir einleikarar 2026
Í ár fer fram keppnin Ungir einleikarar í tuttugasta og fyrsta sinn og heldur áfram þeirri merku hefð að veita ungum tónlistarmönnum tækifæri til að stíga á svið með Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Umsóknarfrestur er til og með 15. október 2025.
Prufuupptökur / „Demó“
Dagana 2. og 3. febrúar 2026 mun Sinfóníuhljómsveit Íslands standa fyrir „demó“-upptökum á íslenskum tónverkum, sem hafa ekki verið flutt áður af hljómsveitinni.
Lesa meira
Sinfó í sundi
Klassíkin okkar fer fram í tíunda sinn í Eldborg í Hörpu föstudaginn 29. ágúst kl. 20:00 í samvinnu við RÚV.
Af því tilefni bjóða margar sundlaugar víða um land upp á viðburðinn Sinfó í sundi þar sem sent verður beint út frá tónleikunum á sundstöðum.
Lesa meira
Clara Manaud ráðin í stöðu leiðara í fagottdeild
Clara Manaud hefur verið fastráðin í stöðu leiðara í fagottdeild Sinfóníuhljómsveitar Íslands að loknu sex mánaða reynslutímabili í hljómsveitinni.
- Nýrri fréttir
- Eldri fréttir