Fréttasafn
Fréttasafn: 2025
Fyrirsagnalisti

Endurnýjun og sala nýrra áskrifta hafin!
Áskrift að tónleikaröðum og Regnbogakorti veitir þér 20% afslátt af almennu miðaverði. Auk þess fá áskrifendur 10% afslátt af viðbótarmiðum á alla tónleika og af gjafakortum hljómsveitarinnar. Tvær áskriftaraðir veita 25% afslátt af miðaverði og þrjár áskriftaraðir veita 30% afslátt af miðaverði. Almenn miðasala hefst 11. júní.

Lausar stöður fyrsta og annars konsertmeistara.
Hæfnispróf fer fram 30. janúar 2026 í Hörpu, Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 15. desember 2025.
Ekki þarf að fylla út sérstakt umsóknareyðublað; nægilegt er að sækja um með því að senda tölvupóst, ásamt ferilskrá og afritum af viðeigandi prófskírteinum, til mannauðsstjóra á tölvupóstfangið starf@sinfonia.is. Nema annað komi fram í umsókn verður litið svo á að umsækjendur sæki um báðar stöðurnar.
Lesa meira
Sögubrot frá Sinfó
Sýningin Sögubrot frá Sinfó sem staðsett er í anddyri Hörpu verður opin fram í miðjan ágúst. Á sýningunni er litið yfir farinn veg með örfáum myndbrotum úr sögu Sinfóníuhljómsveitar Íslands allt frá stofnun fyrir 75 árum.
Sýningin er opin öllum gestum Hörpu.
Lesa meira
Staða leiðara 2. fiðlu
Sinfóníuhljómsveit Íslands auglýsir til umsóknar lausa stöðu leiðara annarrar fiðlu.
Hæfnispróf fer fram 9. september 2025 í Hörpu, Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 6. ágúst nk.
Lesa meira
Nýtt starfsár kynnt til leiks
Nýtt starfsár 2025-2026 verður kynnt til leiks föstudaginn 6. júní og hefst þá endurnýjun áskrifta og sala nýrra korta hér á vefnum og í miðasölu Hörpu. Almenn miðasala á tónleika starfsársins hefst miðvikudaginn 11. júní.
Lesa meira

Staða leiðara í klarínettudeild
Sinfóníuhljómsveit Íslands auglýsir til umsóknar stöðu leiðara í klarínettudeild.
Hæfnispróf fer fram 23. september 2025 í Hörpu, Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst nk.
Lesa meiraÞrennir tónleikar á Suðurlandi
Sinfóníuhljómsveit Íslands bregður undir sig betri fætinum og heldur þrenna tónleika á Suðurlandi 30. apríl - 2. maí næstkomandi. Leikið verður á Höfn í Hornafirði, Vík í Mýrdal og Selfossi.
Lesa meira

Staða nótnavarðar laus til umsóknar
Sinfóníuhljómsveit Íslands leitar að ábyrgum og vandvirkum nótnaverði til að ganga til liðs hljómsveitina. Um er að ræða fjölbreytt og mikilvægt starf þar sem þjónustulund, fagmennska, og þekking á hljómsveitartónlist fara saman.
Lesa meira
Tónlistarævintýrið um Pétur og úlfinn
Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur gefið út nýja upptöku af tónlistarævintýrinu um Pétur og úlfinn á öllum helstu streymisveitum.
Lesa meira
Barbara Hannigan hlýtur Polar-verðlaunin 2025
Kanadíska söngkonan og hljómsveitarstjórinn Barbara Hannigan hlýtur Polarverðlaunin 2025 ásamt hljómsveitinni Queen og Herbie Hancock. Þykja þau ein virtustu tónlistarverðlaun í heimi. Hannigan er verðandi aðalhljómsveitarstjóri og listrænn stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands og tekur við stöðunni haustið 2026.
Lesa meira- Nýrri fréttir
- Eldri fréttir