EN

Fréttasafn: 2025

Fyrirsagnalisti

6. júní 2025 : Endurnýjun og sala nýrra áskrifta hafin!

Áskrift að tónleikaröðum og Regnbogakorti veitir þér 20% afslátt af almennu miðaverði. Auk þess fá áskrifendur 10% afslátt af viðbótarmiðum á alla tónleika og af gjafakortum hljómsveitarinnar. Tvær áskriftaraðir veita 25% afslátt af miðaverði og þrjár áskriftaraðir veita 30% afslátt af miðaverði. Almenn miðasala hefst 11. júní.

 

 Endurnýja  Kaupa

16. september 2025 : Karnival dýranna á skólatónleikum

Í dag og á morgun býður Sinfóníuhljómsveit Íslands liðlega 3500 leikskóla- og grunnskólabörnum á ferna tónleika í Eldborg. Hljómsveitin flytur Karnival dýranna á meðan Rán Flygenring situr á stóra sviðinu og teiknar dýrin stór og smá í Karnivalinu eftir því sem ævintýrinu vindur fram. 

Lesa meira

5. september 2025 : Ungir einleikarar 2026

Í ár fer fram keppnin Ungir einleikarar í tuttugasta og fyrsta sinn og heldur áfram þeirri merku hefð að veita ungum tónlistarmönnum tækifæri til að stíga á svið með Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Umsóknarfrestur er til og með 15. október 2025.

Lesa meira

27. ágúst 2025 : Prufuupptökur / „Demó“

Dagana 2. og 3. febrúar 2026 mun Sinfóníuhljómsveit Íslands standa fyrir „demó“-upptökum á íslenskum tónverkum, sem hafa ekki verið flutt áður af hljómsveitinni.

Lesa meira

21. ágúst 2025 : Sinfó í sundi

Klassíkin okkar fer fram í tíunda sinn í Eldborg í Hörpu föstudaginn 29. ágúst kl. 20:00 í samvinnu við RÚV.

Af því tilefni bjóða margar sundlaugar víða um land upp á viðburðinn Sinfó í sundi þar sem sent verður beint út frá tónleikunum á sundstöðum.

Lesa meira

5. ágúst 2025 : Minningarorð um Sigurð Björnsson

Sigurður Björnsson, óperusöngvari og fyrrverandi framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, er látinn 93 ára að aldri. Sigurður var um árabil einhver þekktasti óperusöngvari landsins, starfaði meðal annars við óperuhús í Þýskalandi þar sem hann nam söng. 

 

Lesa meira

1. júlí 2025 : Lausar stöður fyrsta og annars konsertmeistara.

Hæfnispróf fer fram 30. janúar 2026 í Hörpu, Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 15. desember 2025.

Ekki þarf að fylla út sérstakt umsóknareyðublað; nægilegt er að sækja um með því að senda tölvupóst, ásamt ferilskrá og afritum af viðeigandi prófskírteinum, til mannauðsstjóra á tölvupóstfangið starf@sinfonia.is. Nema annað komi fram í umsókn verður litið svo á að umsækjendur sæki um báðar stöðurnar.

Lesa meira

19. júní 2025 : Sögubrot frá Sinfó

Sýningin Sögubrot frá Sinfó sem staðsett er í anddyri Hörpu verður opin fram í miðjan ágúst.  Á sýningunni er litið yfir farinn veg með örfáum myndbrotum úr sögu Sinfóníuhljómsveitar Íslands allt frá stofnun fyrir 75 árum.

Sýningin er opin öllum gestum Hörpu.

Lesa meira

11. júní 2025 : Staða leiðara 2. fiðlu

Sinfóníuhljómsveit Íslands auglýsir til umsóknar lausa stöðu leiðara annarrar fiðlu.

Hæfnispróf fer fram 9. september 2025 í Hörpu, Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 6. ágúst nk.

Lesa meira
Síða 1 af 3