EN

17. desember 2025

Jólarúta Sinfóníunnar á verður á ferðinni 19. og 20. desember

Sinfóníuhljómsveit Íslands er í sannkölluðu hátíðarskapi um þessar mundir. Hljómsveitin fer á flakk um höfuðborgarsvæðið fimmtudaginn 18. desember og föstudaginn 19. desember. Á fernum tónleikum víðs vegar um bæinn mun hljómsveitin leika fallega jólatónlist undir stjórn Elias Brown.

Fimmtudaginn 18. desember leikur hljómsveitin á Landspítalanum við Hringbraut kl. 13:00 og veður flutningnum streymt um allan spítalann fyrir sjúklinga og starfsfólk að njóta. Frá Landspítalanum heldur leiðin áfram til Hjálpræðishersins á Suðurlandsbraut það sem leikið verður fyrir gesti kl. 15.00.

Föstudaginn 19. desember heimsækir hljómsveitin svo Hrafnistu Laugarási og leikur þar fyrir heimilisfólk. Jólarúta Sinfóníunnar endar svo ferðina sama dag kl. 13:00 með tónleikum fyrir gesti og gangandi á sjálfsafgreiðslulagernum í IKEA við Kauptún.