EN

17. desember 2025

Einstakar jólastundir

Sinfóníuhljómsveit Íslands stendur fyrir einstökum jólastundum í Hörpu 16. og 17. desember. Gestir á jólastundum eru nemendur úr vinaskólum hljómsveitarinnar; Klettaskóla, Arnarskóla og leikskólanum Sólborg ásamt nemendum af táknmálssviði Hlíðaskóla og börnum og ungmennum í Blindrafélaginu.

Hljómsveitin flytur fjölbreytta og hátíðlega jóladagskrá undir stjórn Elias Brown. Auk hljómsveitarinnar koma fram dansarar úr Listdansskóla Íslands. Söngkonan Björk Nílesdóttir í hlutverki Bobbu trúðs kynnir og Maxímús Músíkús kemur að sjálfsögðu í heimsókn og heilsar upp á gesti.

 _DSC6634

Jólastundirnar eru fjórar talsins í ár þannig að vel fari um alla í Norðurljósum, í rólegu og þægilegu umhverfi. Einstakar jólastundir eru orðinn fastur liður á aðventu og eru nú haldnar í fimmta sinn.