EN

2016

Fyrirsagnalisti

20. desember 2016 : Viðburðaríkt ár hjá Sinfóníunni

Árið 2016 hefur verið viðburðaríkt hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands. Nýr aðalhljómsveitarstjóri tók við stjórnartaumunum við upphaf starfsársins í september og stjórnaði eftirminnilegum upphafstónleikum. Yan Pascal Tortelier er franskur hljómsveitarstjóri og hefur á löngum starfsferli komið víða við. Hann er mikill happafengur fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands og tónleikagesti en Tortelier hefur þegar stjórnað fernum tónleikum á starfsárinu og hlotið mikið lof innlendra og erlendra gagnrýnenda fyrir frammistöðu sína með hljómsveitinni.

Lesa meira

15. desember 2016 : Jólatónleikar Sinfóníunnar um helgina

Hátt í 300 tónlistarmenn og -nemar stíga á svið á Jólatónleikum Sinfóníunnar í ár. Tónleikarnir hafa um árabil verið túlkaðir á táknmáli. Með því leitast hljómsveitin við að opna heim tónlistarinnar fyrir enn fleirum.

Lesa meira

22. nóvember 2016 : Sinfónían leikur undir Hnotubrjótnum í Eldborg

Í nóvember snýr St. Petersburg Festival Ballet aftur í Hörpu og sýnir Hnotubrjótinn við tónlist Pjotrs Tsjajkvoskíj. Hnotubrjóturinn er einn allra vinsælasti ballet sögunnar en flokkurinn flutti verkið hér á landi fyrir tveimur árum og vakti mikla lukku áhorfenda. Hnotubrjóturinn er ómissandi hluti af jóladagskrá margra tónleikahúsa erlendis og börn jafnt sem fullorðnir hlakka árlega til þess að njóta uppfærslunnar. 

Lesa meira

16. nóvember 2016 : Úrslit í einleikarakeppni Sinfóníunnar og Listaháskólans

Fjórir urðu hlutskarpastir í einleikarakeppni Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Listaháskóla Íslands að þessu sinni og hljóta að launum tækifæri á að koma fram á tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar í Eldborg Hörpu þann 12. janúar. Það voru þær Auður Edda Erlendsdóttir, klarínettuleikari, Herdís Mjöll Guðmundsdóttir, fiðluleikari, Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir, sellóleikari og Jóna G. Kolbrúnardóttir, sópran.

Lesa meira

16. nóvember 2016 : Sinfónían og Sono Luminus taka upp og gefa út íslensk tónverk

Verkin sem verða tekin upp í fyrstu eru: Emergence eftir Daníel, Flow and Fusion efrir Þuríði og Aequora Maríu Huldar sem öll hafa hljómað á tónleikum Sinfóníunnar í nóvember, auk Dreaming eftir Önnu og nýs verks Hlyns. 

Lesa meira

18. október 2016 : Heimsóknir til skólafólks á öllum aldri

Sinfóníuhljómsveit Íslands verður á faraldsfæti næstu daga og heimsækir grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla og leikur fyrir nemendur og starfsfólk. Að þessu sinni verða Fellaskóli, Austurbæjarskóli og Kársnesskóli heimsóttir auk þess sem Sinfóníuhljómsveitin kemur við í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, Menntaskólanum í Kópavogi og Háskóla Íslands.

Lesa meira

27. september 2016 : Nýr diskur með verkum Jóns Nordals

Choralis, nýr hljómdiskur með hljómsveitarverkum Jóns Nordals í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, er kominn út. Það er Ondine í Finnlandi sem gefur út.

Lesa meira

20. september 2016 : Ungsveitin með tónleika á sunnudag

Um 80 ungmenni starfa nú með Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem heldur tónleika sunnudaginn 25. september undir stjórn norska hljómsveitarstjórans Eivinds Aadland.

Lesa meira

14. september 2016 : Norræn ráðstefna sinfóníuhljómsveita

Dagana 14.-16. september verður haldin í Hörpu árleg ráðstefna framkvæmdastjóra og helstu stjórnenda sinfóníuhljómsveita á Norðurlöndum. Sinfóníuhljómsveit íslands er gestgjafi að þessu sinni en ráðstefnan er nú haldin í fertugasta skipti. Ráðstefnugestir eru um sjötíu talsins og koma frá öllum Norðurlöndum. 

Lesa meira

7. september 2016 : GAMMA áfram aðalstyrktaraðili

GAMMA Capital Management og Sinfóníuhljómsveit Íslands gengu frá samstarfssamningi í dag þess efnis að GAMMA verður áfram aðalstyrktaraðili Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Samningurinn gildir til september 2020 og styrkir GAMMA hljómsveitina um tæplega 90 milljónir króna næstu fjögur ár.

Lesa meira
Síða 1 af 4