Heimsóknir til skólafólks á öllum aldri
Grunn-, framhalds- og háskólatónleikar
Sinfóníuhljómsveit Íslands verður á faraldsfæti næstu daga og heimsækir grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla og leikur fyrir nemendur og starfsfólk.
Árlega tekur Sinfóníuhjómsveitin á móti rúmlega 11.000 nemendum á skólatónleikum sínum í Hörpu en hjómsveitin fer einnig í heimsóknir í skóla og er það hluti af metnaðarfullu fræðslustarfi Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Að þessu sinni verða Fellaskóli, Austurbæjarskóli og Kársnesskóli heimsóttir en hjómsveitin vinnur nú að nýju þróunarverkefni með skólum þar sem unnið með vögguvísur frá ýmsum heimshornum en afraksturinn má svo heyra á skólatónleikum i Hörpu í vor. Sinfóníuhljómsveitin kemur einnig við í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og Menntaskólanum í Kópavogi auk Háskóla Íslands.
Hér fyrir neðan er hægt að fá frekar upplýsingar um fræðslustarf starfsársins. Meðfylgjandi mynd er á tónleikum hljómsveitarinnar í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti.
- Eldri frétt
- Næsta frétt