EN

2020

Fyrirsagnalisti

22. desember 2020 : Tónleikahald hefst á ný í janúar

Sinfóníuhljómsveit Íslands kynnir nýja og fjölbreytta dagskrá í janúar. Boðið verður upp á ferna klukkustundarlanga tónleika án hlés sem spanna vítt svið tónlistar. Áður auglýst dagskrá í janúar hefur hinsvegar verið felld niður.

Miðasala er hafin hér á vef hljómsveitarinnar og í miðasölu Hörpu.

Lesa meira

16. desember 2020 : Listamenn Sinfóníunnar og Þjóðleikhússins hlakka svo til!

Þjóðleikhúsið og Sinfóníuhljómsveit Íslands tóku höndum saman og hljóðrituðu nýja útgáfu af laginu Ég hlakka svo til. Í lok óvenjulegs og krefjandi árs lítur listafólk yfir farinn veg og horfir björtum augum fram á veginn.

Lesa meira

24. nóvember 2020 : Sinfónían og Daníel tilnefnd til Grammy-verðlauna

Sinfóníuhljómsveit Íslands og Daníel Bjarnason hljómsveitarstjóri eru tilnefnd til Grammy-verðlauna í flokknum Besti hljómsveitarflutningur (Best orchestral performance) fyrir diskinn Concurrence sem gefinn var út af bandarísku útgáfunni Sono Luminus.

Lesa meira

23. nóvember 2020 : Heimsending í streymi

Sinfóníuhljómsveit Íslands býður upp á heimsendingar í streymi frá Hörpu á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17 á meðan samkomutakmarkanir útiloka hefðbundið tónleikahald. Hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveitinni leika fjölbreytta kammertónlist og er tónleikunum streymt hér á vef hljómsveitarinnar og á menningarvef ruv.is.

Lesa meira

23. nóvember 2020 : Sigurvegarar í keppni ungra einleikara 2021

Árlega fer fram keppni ungra einleikara sem Sinfóníuhljómsveit Íslands og Listaháskóli Íslands standa fyrir í sameiningu. Sigurvegarar í keppni ungra einleikara í ár eru þau Íris Björk Gunnarsdóttir söngkona, Jóhanna Brynja Ruminy fiðluleikari, Jón Arnar Einarsson básúnuleikari og Marta Kristín Friðriksdóttir söngkona. Þau munu stíga á svið með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborg fimmtudaginn 14. janúar 2021.

Lesa meira
Home Delivery

30. október 2020 : Tónleikum aflýst

Í ljósi nýjustu tilmæla frá yfirvöldum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar hefur Sinfóníuhljómsveitar Íslands ákveðið að aflýsas tónleikum 19. og 26. nóvember. Miðahafar geta nýtt upphæðina á aðra tónleika hljómsveitarinnar eða fengið hana endurgreidda í miðasölu Hörpu. 

Harpa mun loka tímabundið en þjónar áfram viðskiptavinum alla daga frá kl. 12-16 í gegnum síma 528-5050 og midasala@harpa.is.

Lesa meira

29. október 2020 : Bein útsending á RÚV 5. og 12. nóvember

Á meðan ekki er hægt að taka á móti gestum í sal býður Sinfóníuhljómsveit Íslands upp á tónleika í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV og á Rás 1. Fimmtudaginn 5. nóvember hljóma verk eftr Haydn, Britten og Wagner undir stjórn Evu Ollikainen og fimmtudaginn 12. nóvember er það heimstenórinn Stuart Skelton sem stígur á svið með hljómsveitinni og flytur Wesendonck-söngva Wagners.

Lesa meira

28. október 2020 : Sælustraumar frá Hörpu

Harpa býður upp á tónlistarmola úr Norðurljósum næstu tvær vikurnar á meðan Harpa er lokuð og ekki er hægt að halda tónleika með áheyrendum. Sinfóníuhljómsveit Íslands leggur sitt af mörkum næstu tvo miðvikudaga og hefur kallaði eftir óskalögum frá þeim Orra Jökulssyni hjúkrunarfræðingi á gjörgæsludeild Landspítalans og Thor Aspelund prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands.

Í dag kl. 17:00 leika þær Sigrún Eðvaldsdóttir og Bryndís Halla Gylfadóttir óskalag í streymi.

Lesa meira

27. október 2020 : Nýir samningar við FÍH undirritaðir

Í gær skrifuðu Lára Sóley Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Gunnar Hrafnsson formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) og Hallveig Rúnarsdóttir formaður FÍT-klassískrar deildar FÍH undir samning um laun einleikara og einsöngvara sem koma fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Lesa meira

2. október 2020 : Ný og fjölbreytt dagskrá kynnt

Sinfóníuhljómsveit Íslands kynnir nýja og fjölbreytta haustdagskrá. Vegna kórónuveirunnar verður ekki unnt að halda í fyrri áform um tónleikahald sveitarinnar, sem gerðu ráð fyrir fjölda erlendra hljómsveitarstjóra og einleikara. Þess í stað mun Sinfóníuhljómsveitin halda ellefu tónleika sem verða um klukkustund án hlés og spannar efnisskráin vítt svið tónlistar.

Miða- og kortasala er hafin hér á vef hljómsveitarinnar og í miðasölu Hörpu.

Lesa meira
Síða 1 af 5