EN

27. október 2020

Nýir samningar við FÍH undirritaðir

Í gær skrifuðu Lára Sóley Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Gunnar Hrafnsson formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) og Hallveig Rúnarsdóttir formaður FÍT-klassískrar deildar FÍH undir samning um laun einleikara og einsöngvara sem koma fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands. 

Þá undirrituðu þau Lára Sóley og Gunnar einnig samkomulag um launakjör lausráðinna hljóðfæraleikara, sem leika með Sinfóníuhjómsveit Íslands til skemmri tíma, og byggir það á kjarasamningi fastráðinna hljóðfæraleikara SÍ sem undirritaður var sl. vor.