Fréttasafn
2018
Fyrirsagnalisti
Viðburðaríkt ár hjá Sinfóníunni
Árið 2018 hefur verið viðburðaríkt hjá hljómsveitinni og var fullveldisafmælinu fagnað á fjölda tónleika á árinu. Edda II eftir Jón Leifs var frumflutt í mars og uppáhalds íslensku tónverk þjóðarinnar voru flutt á Klassíkinni okkar. Hljómsveitin hélt í velheppnaða tónleikaferð til Japans í nóvember og lék á tólf tónleikum. Þann 1. desember var aldarafmælinu fagnað á hátíðarviðburði í Hörpu og lauk árinu með Jólatónleikum þar sem íslenskar jólaperlur voru í forgrunni.
Lesa meiraTrúðurinn Hildur kynnir á Jólatónleikum Sinfóníunnar
Kynnir á jólatónleikum Sinfóníunnar í ár er trúðurinn Hildur, leikinn af Katrínu Halldóru Sigurðardóttur, einni ástsælustu leikkonu landsins. Hátíðleikinn verður í fyrirrúmi á þessum fjölskyldutónleikunum þar sem meðal annars verða sungin og spiluð lög um íslensku jólasveinana og jólaköttinn í tilefni hundrað ára fullveldisafmæli Íslands.
Arna Kristín Einarsdóttir ráðin framkvæmdastjóri kanadísku þjóðarhljómsveitarinnar
Arna Kristín Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri kanadísku þjóðarhljómsveitarinnar í Ottawa og tekur við því starfi 1. maí 2019. Arna Kristín mun gegna starfi framkvæmdastjóra Sinfóníuhjómsveitar Íslands fram á vor.
Lesa meiraVelheppnuð tónleikaferð
Sinfóníuhljómsveit Íslands er komin heim eftir velheppnaða Japansferð. Hljómsveitin lék á 12 tónleikum í öllum helstu borgum landsins, m.a. í Tókýó, Osaka, Sapporo og Hamamatsu.
Samtals lék hljómsveitin fyrir um 25.000 tónleikagesti en uppselt var á alla tónleika sveitarinnar. Viðtökurnar voru frábærar og var hljómsveitin undantekningalaust klöppuð upp af áheyrendum að tónleikum loknum.
Lesa meiraTvær lausar leiðarastöður
Sinfóníuhljómsveit Íslands auglýsir lausar til umsóknar tvær leiðara stöður. Hæfinspróf fyrir stöðu leiðara í kontrabassadeild fer fram 5. febrúar 2019 og hæfnispróf fyrir stöðu leiðara í trompetdeild fer fram 6. febrúar 2019. Umsóknarfrestur er til og með 9. desember 2018.
Lesa meiraÍslendingasögur: Sinfónísk sagnaskemmtun- bein útsending
Í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslands þann 1. desember býður ríkisstjórn Íslands þjóðinni til veislu í Hörpu. Sýningin er unnin í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands, Hörpu og RÚV og verður sjónvarpað í beinni útsendingu kl. 20:00 á RÚV.
Lesa meiraÁ ferð og flugi í Japan
Sinfóníuhljómsveit Íslands ferðast nú vítt og breytt um Japan með Vladimir Ashkenazy og Nobuyuki Tsujii. Viðtökurnar í Japan hafa verið frábærar og er uppselt á nær alla tónleika hljómsveitarinnar.
Lesa meiraFyrstu tónleikar Japansferðarinnar
Sinfóníuhljómsveit Íslands lék fyrir fullu húsi á fyrstu tónleikum sínum í tónleikaferð sveitarinnar um Japan þar sem hún lék í Muza Kawasaki Symphony Hall í undir stjórn Vladimir Ashkenazy, aðalheiðursstjórnanda hljómsveitarinnar. Einleikari í ferðinni er japanski píanistinn Nobuyuki Tsujii sem er einn vinsælasti einleikari þar í landi.
Lesa meiraTónleikaferð til Japans
Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur í tónleikaferð til Japans í nóvember með píanistanum Nobuyuki Tsujii og Vladimir Ashkenazy, aðalheiðursstjórnanda Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Nær uppselt er á alla tónleika hljómsveitarinnar í Japan. Á efnisskránni eru verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Rakhmanínov, Chopin og Sibelius.
Fylgstu með tónleikaferðinni #IcelandSymphonyInJapan.
Lesa meiraÚrslit í einleikarakeppni Sinfóníunnar og LHÍ
Helgina 26. og 27. október 2018 fór fram árleg einleikarakeppni Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Listaháskóla Íslands. Alls tóku 15 einleikarar þátt og voru 4 hlutskarpastir að þessu sinni. Það eru þau Guðbjartur Hákonarson, fiðluleikari, Harpa Ósk Björnsdóttir, söngkona, Hjörtur Páll Eggertsson, sellóleikari og Silja Elísabet Brynjarsdóttir, söngkona. Þau munu koma fram ásamt á tónleikum Ungra einleikara 17. janúar 2019.
Lesa meira- Nýrri fréttir
- Eldri fréttir