EN

2018

Fyrirsagnalisti

17. desember 2018 : Viðburðaríkt ár hjá Sinfóníunni

Árið 2018 hefur verið viðburðaríkt hjá hljómsveitinni og var fullveldisafmælinu fagnað á fjölda tónleika á árinu. Edda II eftir Jón Leifs var frumflutt í mars og uppáhalds íslensku tónverk þjóðarinnar voru flutt á Klassíkinni okkar. Hljómsveitin hélt í velheppnaða tónleikaferð til Japans í nóvember og lék á tólf tónleikum. Þann 1. desember var aldarafmælinu fagnað á hátíðarviðburði í Hörpu og lauk árinu með Jólatónleikum þar sem íslenskar jólaperlur voru í forgrunni.

Lesa meira

12. desember 2018 : Trúðurinn Hildur kynnir á Jólatónleikum Sinfóníunnar

Kynnir á jólatónleikum Sinfóníunnar í ár er trúðurinn Hildur, leikinn af Katrínu Halldóru Sigurðardóttur, einni ástsælustu leikkonu landsins. Hátíðleikinn verður í fyrirrúmi á þessum fjölskyldutónleikunum þar sem meðal annars verða sungin og spiluð lög um íslensku jólasveinana og jólaköttinn í tilefni hundrað ára fullveldisafmæli Íslands.

Lesa meira

3. desember 2018 : Arna Kristín Einarsdóttir ráðin framkvæmdastjóri kanadísku þjóðarhljómsveitarinnar

Arna Kristín Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri kanadísku þjóðarhljómsveitarinnar í Ottawa og tekur við því starfi 1. maí 2019. Arna Kristín mun gegna starfi framkvæmdastjóra Sinfóníuhjómsveitar Íslands fram á vor.

Lesa meira

20. nóvember 2018 : Velheppnuð tónleikaferð

Sinfóníuhljómsveit Íslands er komin heim eftir velheppnaða Japansferð. Hljómsveitin lék á 12 tónleikum í öllum helstu borgum landsins, m.a. í Tókýó, Osaka, Sapporo og Hamamatsu. 

Samtals lék hljómsveitin fyrir um 25.000 tónleikagesti en uppselt var á alla tónleika sveitarinnar. Viðtökurnar voru frábærar og var hljómsveitin undantekningalaust klöppuð upp af áheyrendum að tónleikum loknum.

Lesa meira

16. nóvember 2018 : Tvær lausar leiðarastöður

Sinfóníuhljómsveit Íslands auglýsir lausar til umsóknar tvær leiðara stöður. Hæfinspróf fyrir stöðu leiðara í kontrabassadeild fer fram 5. febrúar 2019 og hæfnispróf fyrir stöðu leiðara í trompetdeild fer fram 6. febrúar 2019. Umsóknarfrestur er til og með 9. desember 2018.

Lesa meira

14. nóvember 2018 : Íslendingasögur: Sinfónísk sagnaskemmtun- bein útsending

Í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslands þann 1. desember býður ríkisstjórn Íslands þjóðinni til veislu í Hörpu. Sýningin er unnin í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands, Hörpu og RÚV og verður sjónvarpað í beinni útsendingu kl. 20:00 á RÚV.

Lesa meira

8. nóvember 2018 : Á ferð og flugi í Japan

Sinfóníuhljómsveit Íslands ferðast nú vítt og breytt um Japan með Vladimir Ashkenazy og Nobuyuki Tsujii. Viðtökurnar í Japan hafa verið frábærar og er uppselt á nær alla tónleika hljómsveitarinnar.

Lesa meira

3. nóvember 2018 : Fyrstu tónleikar Japansferðarinnar

Sinfóníuhljómsveit Íslands lék fyrir fullu húsi á fyrstu tónleikum sínum í tónleikaferð sveitarinnar um Japan þar sem hún lék í Muza Kawasaki Symphony Hall í undir stjórn Vladimir Ashkenazy, aðalheiðursstjórnanda hljómsveitarinnar. Einleikari í ferðinni er japanski píanistinn Nobuyuki Tsujii sem er einn vinsælasti einleikari þar í landi.

Lesa meira

31. október 2018 : Tónleikaferð til Japans

Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur í tónleikaferð til Japans í nóvember með píanistanum Nobuyuki Tsujii og Vladimir Ashkenazy, aðalheiðursstjórnanda Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Nær uppselt er á alla tónleika hljómsveitarinnar í Japan. Á efnisskránni eru verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Rakhmanínov, Chopin og Sibelius.

Fylgstu með tónleikaferðinni #IcelandSymphonyInJapan.

Lesa meira

29. október 2018 : Úrslit í einleikarakeppni Sinfóníunnar og LHÍ

Helgina 26. og 27. október 2018 fór fram árleg einleikarakeppni Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Listaháskóla Íslands. Alls tóku 15 einleikarar þátt og voru 4 hlutskarpastir að þessu sinni. Það eru þau Guðbjartur Hákonarson, fiðluleikari, Harpa Ósk Björnsdóttir, söngkona, Hjörtur Páll Eggertsson, sellóleikari og Silja Elísabet Brynjarsdóttir, söngkona. Þau munu koma fram ásamt á tónleikum Ungra einleikara 17. janúar 2019.

Lesa meira
Síða 1 af 5