EN

3. nóvember 2018

Fyrstu tónleikar Japansferðarinnar

Uppselt á nær alla tónleikana í Japan

Sinfóníuhljómsveit Íslands lék fyrir fullu húsi á fyrstu tónleikum sínum í tónleikaferð sveitarinnar um Japan þar sem hún lék í Muza Kawasaki Symphony Hall í undir stjórn Vladimir Ashkenazy, aðalheiðursstjórnanda hljómsveitarinnar. Einleikari í ferðinni er japanski píanistinn Nobuyuki Tsujii sem er einn vinsælasti einleikari þar í landi.

_B__0253

Hljómsveitin fékk frábærar viðtökur í Kawasaki enda heillaði hún tónleikagesti sem klöppuðu hljómsveitina upp að tónleikum loknum. Á efnisskrá var Jökulljóð eftir Þorkel Sigurbjörnsson, píanókonsert nr. 2 og sinfónía nr. 2 Rakhmanínov. Nú þegar er uppselt á nær alla tólf tónleika sveitarinnar í tónleikaferðinni en á næstu dögum mun hljómsveitin leika í Tókýó, Sapporo og Hiroshima.

_A__0392

LESA MEIRA UM JAPANSFERÐINA