EN

Ungsveitarnámskeið SÍ

Sem stendur er Ungsveitin 2021 fullmönnuð fyrir utan strengjadeildir sem enn geta bætt við sig nemendum að undangengnum prufuspilum. Stöður sem losna í Ungsveitinni verða auglýstar til umsóknar.

Þar sem Ungsveitarnámskeiði Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2020 var frestað um ár sökum Covid-19 ganga allir að sætum sínum vísum sem prufuspiluðu fyrir ári síðan. 

Ungsveitarnámskeiðið hefst með raddæfingu í vor en í haust tekur við æfingaferli í tvær vikur sem lýkur á tónleikum sunnudaginn 26. september. Í ár er það sinfónía nr. 2 eftir Sibelius sem er á efnisskrá Ungsveitarinnar. Æfingaáætlun ásamt frekari upplýsingum um námskeiðið verða birtar þegar nær dregur. 

Sem stendur er sveitin fullmönnuð fyrir utan strengjadeildir sem enn geta bætt við sig nemendum að undangengnum prufuspilum. Stöður sem losna í Ungsveitinni verða auglýstar til umsóknar.

Umsóknir þarf að senda á hjordis@sinfonia.is ásamt útfylltu umsóknareyðublaði.

Sækja umsóknareyðublaðUpplýsingar um Ungsveit SÍ 2021 veitir
Hjördís Ástráðsdóttir, fræðslustjóri
Sími 5452504/8988934
hjordis@sinfonia.is