Tónleikar framundan
Efst á baugi
Viðburðadagatal

Hljómsveitarstjóra-akademía með Evu Ollikainen
Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur nú í þriðja sinn námskeið í Hljómsveitarstjóra-akademíu SÍ undir stjórn og leiðsögn Evu Ollikainen aðalhljómsveitarstjóra. Akademían er fyrst og fremst vettvangur fyrir unga og efnilega tónlistarnema sem lokið hafa miðprófi hið minnsta í hljóðfæraleik eða söng. Mikill fjöldi umsókna barst að þessu sinni og hafa 7 nýnemar verið teknir inn í Akademíuna og aðrir 5 halda áfram frá fyrra ári.