| Dagsetning | Staðsetning | Verð | ||
|---|---|---|---|---|
| 22. maí 2026 » 18:00 » Föstudagur | Norðurljós | Harpa | 5.400 kr. | ||
| Kaupa miða | ||||
- 
	EfnisskráEfnisskrá kynnt síðar 
 
- 
	HljómsveitarstjóriRoss Jamie Collins 
 
- 
	EinleikariMagnús Jóhann Ragnarsson 
 
Þrátt fyrir ungan aldur hefur Magnús Jóhann Ragnarsson skapað sér viðurkenningu sem óvenju fjölhæfur tónlistarmaður á flestum sviðum tónlistar; sem tónskáld, hljómborðsleikari og upptökustjóri. Hann hefur fengist við fjölbreyttar stefnur og stíltegundir í tónlist, allt frá innhverfum djassi, sígildum dægurlögum, ómstríðri strengjatónlist til framsækinnar raftónlistar. Hann hefur nú gefið út níu hljóðrit, sína eigin tónlist og í samstarfi við söngkonuna GDRN og djassleikarana Skúla Sverrisson og Óskar Guðjónsson. Magnús Jóhann var valinn tónlistarflytjandi ársins í opnum flokki á Íslensku tónlistarverðlaununum 2023 og 2025.
Á þessum tónleikum flytur Magnús Jóhann eigin tónlist í fjölbreyttum hljómsveitarútsetningum. Magnús leikur ekki eingöngu á píanó og hljómborð heldur hefur hann að undanförnu þjálfað sig í leik á hið dulmagnaða hljóðfæri Ondes Martenot sem fær einnig að njóta sín á þessum tónleikum.
Tónleikarnir eru um klukkustundarlangir, án hlés.
