EN

Grænn leiðarvísir fyrir norrænar sinfóníuhljómsveitir

Grænn leiðarvísir fyrir norrænar sinfóníuhljómsveitir var unninn í samvinnu Sinfóníuhljómsveitar Íslands, DEOO - samtök sinfóníuhljómsveita í Danmörku, BARC Scandinavia og Bæredygtigt Kulturliv NU. Leiðarvísirinn var styrktur af Augustinusfonden, Aage og Johanne Louis-Hansen Fonden og Nordisk Kulturfond. Græni leiðarvísirinn er hugsaður sem verkfæri fyrir sinfóníuhljómsveitir og aðrar menningarstofnanir á vegferð þeirra til meiri sjálfbærni og umhverfismeðvitundar.

Fyrir ári síðan hélt Sinfóníuhljómsveit Íslands ráðstefnu fyrir framkvæmdastjóra sinfóníuhljómsveita á Norðurlöndum og við það tilefni skrifuðu 36 hljómsveitir og stofnanir undir viljayfirlýsingu um að taka sameiginleg skref í átt að meiri sjálfbærni. Nú ári síðar, lítur norræni græni hljómsveitarvísirinn ljós, og var unninn út frá þeirri vinnu sem hófst á ráðstefnunni í Reykjavík.

Hér má nálgast leiðarvísinn: https://www.barcscandinavia.com/publications