EN

Umsókn um flutning eða
hljóðritun á verki

Sinfóníuhljómsveit Íslands tekur á móti nýjum og nýlegum íslenskum tónverkum til skoðunar vegna flutnings á tónleikum og/eða til hljóðritunar. Einnig geta einleikarar sótt um að hljóðrita einleikskonsert í samstarfi við RÚV.

Raddskrár verka má senda inn gegnum þessa síðu, eða senda útprentað eintak á skrifstofu SÍ (sjá nánar að neðan). Tónskáld eru hvött til þess að láta MIDI-skrá eða hljóðritun fylgja með ef kostur er.

Umsóknum verður svarað innan þriggja mánaða.

Aðrar almennar fyrirspurnir, ábendingar og umsóknir varðandi verkefnaval hljómsveitarinnar má senda á verkefnaval@sinfonia.is.

Upplýsingar tengiliðs:

Sótt er um:

Tónverk til flutnings/upptöku:


Vinsamlegast fyllið inn samkvæmt hefðbundinni skammstöfun um hljóðfæraskipan.
Hámarksstærð Sinfóníuhljómsveitar Íslands er sem hér segir: 3.3.3.3. 5.4.3.1. 3perc timp pf/cel hp str (14.12.10.8.6.).

Viðhengi:

Einnig er hægt að skila inn upptöku og raddskrá á skrifstofu Sinfóníuhljómsveitar Íslands, b.t. Verkefnavalsnefndar SÍ, Hörpu, Austurbakka 2, 101 Reykjavík.

Til að fyrirbyggja ruslpóst:


Útgáfa og upptaka er háð leyfi og samningum við Starfsmannafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands.