EN

Áskriftarkort Sinfóníunnar

 Áskrift að tónleikaröðum og Regnbogakorti veitir þér öruggt sæti og 20% afslátt. Tryggðu þér áskriftarkort hér á vefnum á einfaldan og öruggan hátt og sparaðu þér sporin.

Sjá nánar um tónleikaraðirnar hér fyrir neðan á síðunni. 

 

Kaupa regnbogakort

  

Áskriftakort

Áskrift að tónleikaröðum og Regnbogakortum veitir þér 20% afslátt af almennu miðaverði og er jafnframt hvatning til að sækja tónleika reglulega.

Ef keyptar eru tvær áskriftaraðir, t.d. Gul og Rauð er veittur 25% afsláttur.
Ef keyptar eru þrjár raðir; Gul, Rauð og Græn er veittur 30% afsláttur.

Sem áskrifandi að tónleikaröð gengurðu alltaf að þínu fasta sæti vísu og átt forkaupsrétt að því þegar áskrift er endurnýjuð. Jafnframt fá áskrifendur og Regnbogakortshafar 10% afslátt af viðbótarmiðum á alla tónleika og gjafakortum hljómsveitarinnar.

Ungu fólki 25 ára og yngra gefst tækifæri á að kaupa Regnbogakort með 50% afslætti á verðsvæðum 2 og 3 í Eldborg. Kortin er afgreidd í miðasölu Hörpu.

Miðasala Hörpu sér um áskriftasölu hljómsveitarinnar í síma 528-5050 og í netfangið midasala@harpa.is. Tryggðu þér áskriftarkort hér á vefnum á einfaldan og öruggan hátt og sparaðu þér sporin.

Skoða áskriftaraðir

 

Áskriftarverð eftir verðsvæðum og röðum

Screenshot-2021-06-24-at-10.55.04