EN

Áskriftarkort Sinfóníunnar

Áskrift að tónleikaröðum og Regnbogakorti veitir þér 20% afslátt af almennu miðaverði. Auk þess fá áskrifendur 10% afslátt af viðbótarmiðum og af gjafakortum hljómsveitarinnar. Tryggðu þér áskriftarkort hér á vefnum á einfaldan hátt.

Áskrift að tónleikröðum 
Boðið er upp á sex ólíkar tónleikaraðir á starfsárinu. Kynntu þér fjölbreyttar raðir hér fyrir neðan á síðunni þar sem einnig er hægt að ganga frá kaupum.

Sölu lokið  


Áskrift að Regnbogakorti 
Með Regnbogakorti getur þú valið þá tónleika sem höfða mest til þín af öllum
tónleikum starfsársins. Hægt er að kaupa Regnbogakort með minnst fernum tónleikum.

Sala Regnbogakorta er enn í fullum gangi. 

kaupa Regnbogakort

 

 

Áskriftakort

Áskrift að tónleikaröðum og Regnbogakortum veitir þér 20% afslátt af almennu miðaverði og er jafnframt hvatning til að sækja tónleika reglulega.

Ef keyptar eru tvær áskriftaraðir, t.d. Gul og Rauð er veittur 25% afsláttur.
Ef keyptar eru þrjár raðir; Gul, Rauð og Græn er veittur 30% afsláttur.

Sem áskrifandi að tónleikaröð gengurðu alltaf að þínu fasta sæti vísu og átt forkaupsrétt að því þegar áskrift er endurnýjuð. Jafnframt fá áskrifendur og Regnbogakortshafar 10% afslátt af viðbótarmiðum á alla tónleika og gjafakortum hljómsveitarinnar.

Ungu fólki 25 ára og yngra gefst tækifæri á að kaupa Regnbogakort með 50% afslætti á verðsvæðum 2 og 3 í Eldborg. Kortin er afgreidd í miðasölu Hörpu.

Miðasala Hörpu sér um áskriftasölu hljómsveitarinnar í síma 528-5050 og í netfangið midasala@harpa.is. Tryggðu þér áskriftarkort hér á vefnum á einfaldan og öruggan hátt og sparaðu þér sporin.

Skoða áskriftaraðir

 

Áskriftarverð eftir verðsvæðum og röðum

Verdsvaedi