Vinafélag Sinfóníunnar
Öflugt bakland við starf hljómsveitarinnar
Vinafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands er öflugur vettvangur fyrir þá sem láta sig starfsemi hljómsveitarinnar miklu varða. Félagið hefur í gegnum tíðina staðið fyrir tónleikakynningum, fyrirlestrum og málþingum um sígilda tónlist og hefur einnig styrkt fjárhagslega ákveðin verkefni tengd hljómsveitinni.
Allir geta orðið meðlimir í Vinafélaginu og er árgjaldið 3.500 krónur.
Vinafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands er öflugur vettvangur fyrir þá sem láta sig starfsemi hljómsveitarinnar miklu varða. Félagið hefur í gegnum tíðina staðið fyrir tónleikakynningum, fyrirlestrum og málþingum um sígilda tónlist og hefur einnig styrkt fjárhagslega ákveðin verkefni tengd hljómsveitinni.
Allir geta orðið meðlimir í Vinafélaginu og er árgjaldið 3.500 krónur.
Tónleikakynningar í samvinnu við Vinafélagið
Félagið stendur meðal annars fyrir tónleikakynningum á undan völdum tónleikur í samvinnu við Sinfóníuhljómsveitina. Tónleikakynningarnar eru í Hörpuhorni á 2. hæð fyrir framan Eldborg. Hörpuhornið opnar á tónleikadegi kl. 17:45 og gefst gestum tækifæri til að sitja í fallegu umhverfi og kaupa veitingar. Sjálf kynningin hefst kl. 18:20 og stendur í um hálftíma. Tónleikakynningarnar eru áhugasömum að kostnaðarlausu.
Tónleikakynningar Vinafélagsins
Stjórn Vinafélagsins
Sigurður Ingvi Snorrason, formaður
Ingvar Blængsson, gjaldkeri
Guðný Helgadóttir
Sirrý Hallgrímsdóttir
Súsanna Ernst Friðriksdóttir
Þú getur haft samband við Vinafélagið með því að senda póst á vinafelag@sinfonia.is.