EN

Vinafélag Sinfóníunnar

Öflugt bakland við starf hljómsveitarinnar

Vinafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands er öflugur vettvangur fyrir þá sem láta sig starfsemi hljómsveitarinnar miklu varða. Félagið hefur í gegnum tíðina staðið fyrir tónleikakynningum, fyrirlestrum og málþingum um sígilda tónlist og hefur einnig styrkt fjárhagslega ákveðin verkefni tengd hljómsveitinni.

Allir geta orðið meðlimir í Vinafélaginu og er árgjaldið 3.500 krónur.

SKRÁ MIG Í VINAFÉLAGIÐ

 

 

Tónleikakynningar í samvinnu við Vinafélagið

Félagið stendur meðal annars fyrir tónleikakynningum á undan völdum tónleikur í samvinnu við Sinfóníuhljómsveitina. Tónleikakynningarnar eru í Hörpuhorni á 2. hæð fyrir framan Eldborg.  Hörpuhornið opnar á tónleikadegi kl. 18 og gefst gestum tækifæri til að sitja í fallegu umhverfi og kaupa veitingar frá Smurstöðinni. Sjálf kynningin hefst kl. 18:20 og stendur í um hálftíma.

Tónleikakynningarnar eru áhugasömum að kostnaðarlausu.

Skrá mig í Vinafélagið

 

Stjórn Vinafélagsins

Sigurður Ingvi Snorrason, formaður
Ingvar Blængsson, gjaldkeri
Guðný Helgadóttir
Sirrý Hallgrímsdóttir
Súsanna Ernst Friðriksdóttir

Þú getur haft samband við Vinafélagið með því að senda póst á vinafelag@sinfonia.is.