Barnastund Sinfóníunnar
Fyrir þau allra yngstu í Hörpuhorni
Barnastund Sinfóníuhljómsveitarinnar er ætluð yngstu hlustendunum. Í Barnastundinni er flutt tónlist í um það bil 30 mínútur. Tónlistin og lengd Barnastundarinnar er sérstaklega sniðin að þeim hópi sem er of ungur til að sitja heila tónleika í Litla tónsprotanum. Tvær barnastundir verða á starfsárinu. Sérstakur gestur Barnastundarinnar er Maxímús Músíkús.
Aðgangur er ókeypis.