Fyrir börn
Fyrirsagnalisti
Barnastund
- fyrir þau allra yngstu
Barnastundir hljómsveitarinnar er ætlaðar yngstu hlustendunum. Í Barnastundinni er flutt létt og skemmmtileg tónlist í um það bil 30 mínútur og er sérstaklega sniðin að þeim hópi sem er of ungur til að sitja heila tónleika í Litla tónsprotanum. Sérstakur gestur er Maxímús Músíkús.
Aðgangur er ókeypis og gott er að taka með sér púða til að sitja á.
Litli tónsprotinn - fjölskylduröðin
Litli tónsprotinn er röð vandaðra fjölskyldutónleika þar sem verkefnaval miðast við börn frá fimm ára aldri. Fernir tónleikarnir eru í röðinni sem allir eru haldnir á laugardögum kl. 14.00. Tónleikarnir eru um klukkustundar langir og án hlés.
Á Litla tónsprotanum kynnast börn á öllum aldri töfraheimi tónlistarinnar á lifandi og skemmtilegan hátt.
Maxímús Músíkús
Tónlistarmús
Maxímús Músíkús er fyrir löngu orðinn heimilisvinur barna á Íslandi. Ævintýrið um þessa tónelsku mús hljómaði fyrst á tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar í maí 2008. Í kjölfarið fylgdi músagangur víða veröld og hafa sögur af Maxa, tónelsku músinni frá Íslandi, komið út á mörgum tungumálum og tónleikarnir hljómað fyrir um 130 þúsund ungmenni um víða veröld.