EN

Ungir einleikarar

Einleikarakeppni SÍ og LHÍ

Á hverju ári heldur Sinfóníuhljómsveitin í samstarfi við Listaháskóla Íslands einleikarakeppni sem er opin öllum tónlistarnemum á háskólastigi, óháð því hvaða skóla þeir sækja. Hver nemandi flytur hálftíma dagskrá með verkum af ólíkum toga, og dómnefndin er skipuð listafólki úr fremstu röð.

Einleikarakeppnin fer fram á haustdögum og í kjölfarið verða nöfn þeirra sem hreppa hnossið birt á hér á vef Sinfóníuhljómsveitarinnar. Hlutskarpastir í þeirri keppni fá að leika einleik með Sinfóníuhljómsveitinni á tónleikum í janúar undir yfirskriftinni Ungir einleikarar.

Sérstök stemning myndast á þessum tónleikum þar sem blístur, stapp og hvatningarhróp eru partur af fagnaðarlátunum.

Sigurvegarar í keppni Ungra einleikara

2018 - Ungir einleikarar (Harpa)

Ásta Kristín Pjetursdóttir víóluleikari
Bryndís Guðjónsdóttir einsöngvari
Guðmundur Andri Ólafsson hornleikari
Romain Þór Denuit píanóleikari


2017 - Ungir einleikarar (Harpa)

Auður Edda Erlendsdóttir  klarínettuleikari
Carl Nielsen  Klarínettukonsert, op. 57

Herdís Mjöll Guðmundsdóttir  fiðluleikari
Felix Mendelssohn  Fiðlukonsert í e-moll, op. 64

Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir  sellóleikari
Pjotr Tsjajkovskíj  Tilbrigði við Rokokóstef fyrir selló og hljómsveit, op. 33

Jóna G. Kolbrúnardóttir  einsöngvari
Wolfgang Amadeus Mozart  Quando avran fine omai…padre germani, addio!
Vincenzo Bellini  Eccomi in lieta vesta…Oh! Quante volte
Franz Lehár  Meine Lippen, sie küssen so heiß

2016 - Ungir einleikarar (Harpa)

Heiðdís Hanna Sigurðardóttir, söngvari
Ragnar Jónsson, selló - Elgar
Sigríður Hjördís Indriðadóttir, flauta - Nielsen
Jónas Ásgeirsson, harmóníkka - Valkare 

2015 - Ungir einleikarar (Harpa)

Baldvin Oddsson, trompet - ?
Erna Arnardóttir, píanó - Schumann
Lilja Ásmundsdóttir, píanó - Ravel G-dúr
Steiney Sigurðardóttir, selló - Elgar

2014 - Ungir einleikarar (Harpa)

Sölvi Kolbeinsson, saxófónn - Glazunov
Baldvin Ingvar Tryggvason, klarínetta - Copland
Björg Brjánsdóttir, flauta  - Nielsen
Rannveig Marta Sarc, fiðla - Sibelius

2013 - Ungir einleikarar (Harpa)

Einar Bjartur Egilsson, píanó - Poulenc
Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir, selló - Schumann
Unnsteinn Árnason, söngur 
Sólveig Steinþórsdóttir, fiðla - Tsjajkovskíj

2012 - Ungir einleikarar

Crissie Thelma Guðmundsdóttir, fiðla – Mozart nr. 5
Elín Arnardóttir, píanó – Saint-Saëns nr. 2
Hrafnhildur Árnadóttir, söngur – Mozart Exsultate, jubliate
Ísak Ríkharðsson, fiðla – Prokofiev nr. 2

2011 - Ungir einleikarar (Harpa)

Andri Björn Róbertsson, einsöngvari
Birgir Þórisson, píanó
Jane Ade Sutarjo, fiðlu/píanó?

2010 - Ungir einleikarar, ung tónskáld

Helga Svala Sigurðardóttir, flauta - Ibert
Matthías Sigurðsson, klarínetta - Weber Nr. 2
Hafdís Bjarnadóttir, tónskáld - Þórdísarhyrna
Anna Þorvaldsdóttir, tónskáld - Dreymi 

2009 – Einleikarakeppni Listaháskóla Íslands og SÍ

Bjarni Frímann Bjarnason, fiðla - Bartók
Hulda Jónsdóttir, fiðla - Brahms
Nathalía Druzin Halldórsdóttir, söngur - Verdi 

2008

Theresa Bokany, fiðla – Wieniawsky nr. 2
Joakim Páll Palomares, fiðla – Sibelíus í d-moll
Arngunnur Árnadóttir, klarínetta - Debussy Premiere Rhapsodie
Hákon Bjarnason, píanó - Prókofíev nr. 1

2007 – Ungt listafólk

Egill Árni Pálsson, söngur - Verdi
Grímur Helgason, klarinett - Finzi
Eygló Dóra Davíðsdóttir, fiðla - Bruch

2006 - 

Jóhann Nardeau, trompet - Hummel
Júlía Mogensen, selló - Saint Saens?
Guðný Jónasdóttir, selló - Elgar?

Gunnhildur Daðadóttir, fiðla - Glasunow 

2005 -

Hafdís Vigfúsdóttir, flauta - Nielsen
Sólveig Samúelsdóttir, sópran

2004 -

Melkorka Ólafsdóttir, flauta - Ibert
Gyða Valtýsdóttir, selló - Sjostakovitsj
Helga Björgvinsdóttir, fiðla - Brahms?

Ingrid Karlsdóttir, fiðla  - Sibelius?