EN

Tónlistarnemar

Fyrirsagnalisti

Samvinna við skólahljómsveitir

Sinfóníuhjómsveit Íslands hefur frá árinu 2014 unnið að þróunarverkefni  í samstarfi við skólahljómsveitir á höfuðborgarsvæðinu. Með samstarfinu undirstrikar hljómsveitin mikilvægi þess að starfræktar séu öflugar skólahljómsveitir þar sem ungmenni komist í kynni við kraftmikla tónlistariðkun og –uppeldi. 

Árið 2016 hófst samstarf Sinfóníuhljómsveitarinnar við Skólahljómsveit Kópavogs en fyrir það verkefni veitti Menntaráð Kópavogs, Kópinn, viðurkenningu fyrir framúrskarandi verkefni í skólastarfi. Í apríl 2018 var síðan lagður grunnur að samstarfi við Skólahljómsveit Austurbæjar.

Ungir einleikarar

Einleikarakeppni SÍ og LHÍ

Á hverju ári heldur Sinfóníuhljómsveitin í samstarfi við Listaháskóla Íslands einleikarakeppni sem er opin öllum tónlistarnemum á háskólastigi, óháð því hvaða skóla þeir sækja. 

Næstu tónleikar Ungra einleikara verður 16. janúar 2020.