EN

Aðrar tónleikaseríur

Fyrirsagnalisti

Einleikarar í fremstu röð

Hver stjarnan á fætur annarri mætir til leiks á næsta starfsári. Þar má nefna fiðlustjörnuna Renaud Capuçon á upphafstónleikum starfsársins og Isabelle Faust sem var staðarlistamaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2010-2011. Píanistarnir Jean-Yves Thibaudet, Nickolai Lugansky og Richard Goode sækja Ísland heim auk fjölda annarra glæsilegra einleikara.

Kaupa Regnbogakort

Fjölbreytt og skemmtilegt

Sinfóníuhljómsveit Íslands býður upp á fjölbreytt úrval af tónleikum og ættu allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Uppistandstónleikar með Ara Eldjárn verða endurteknir vegna fjölda áskorana, Star Wars bíótónleikar, píanósnillingurinn Nikolai Lugansky leikur píanókonsert Griegs og stórstjarnan Anne Sofie von Otter syngur spænska söngva eftir Canteloube.

Kaupa Regnbogakort

Íslenska röðin

Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur fjölda íslenskra tónverka á starfsárinu og fær til liðs við sig fjölbreyttan hóp íslenskra listamanna. Á starfsárinu hljómar m.a. verk eftir Önnu Þorvaldsdóttur, Jórunni Viðar, Pál Ragnar Pálsson, Daníel Bjarnason, Jón Ásgeirsson og Bergrúnu Snæbjörnsdóttur. Af listamönnum sem koma fram með hljómsveitinni má nefna Þóru Einarsdóttur, Daníel Bjarnason, Ara Þór Vilhjálmsson, Judith Ingólfsson og Einar Jóhannesson.

Með Regnbogakorti getur þú tryggt þér miða á alla tónleikana með 20% afslætti.


Kaupa Regnbogakort

Lesa meira
Osmo Vanska stjórnar Mahler nr. 2

Stórbrotið og spennandi

Ómissandi á Regnbogakortið fyrir þá sem vilja stórbrotna og kröftuga sinfóníutónleika. Hér má meðal annars finna Sinfóníu nr. 10 eftir Shostakovitsj, Píanókonsert nr. 2 eftir Pokofíev og Hetjuhljómkviðu Beethovens.

 

Kaupa regnbogakort

 

Yan Pascal Tortelier aðalhljómsveitarstjóri

Yan Pascal Tortelier tók við stöðu aðalhljómsveitarstjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands árið 2016. Núna á þriðja starfsári sínu hjá hljómsveitinni stjórnar hann sjö fjölbreyttum tónleikum. 

Hægt er að kaupa Regnbogakort með Tortelier-seríunni og þannig fylgjast með hljómsveitinni vaxa undir stjórn hans.

Kaupa Regnbogakort