EN

Hugmyndir að Regnbogakorti

Fyrirsagnalisti

Sinfónían í beinni á RÚV

Sinfóníuhljómsveit Íslands og RÚV taka höndum saman og senda tónlistina beint heim í stofu í september. Dagskráin er einstaklega fjölbreytt og spennandi. Sjónum verður beint að afmælisbarni ársins en 250 ár eru liðin frá fæðingu Beethovens. Boðið verður upp á fjölskyldutónleika ásamt því að Víkingur leikur píanókonsert tónskáldsins og að lokum flytur hljómsveitin Örlagasinfóníu Beethovens undir stjórn Evu Ollikainen, nýjum aðalstjórnanda hljómsveitarinnar.

RÚV - í beinni

Einleikarar í fremstu röð

Þessir einleikarar á heimsmælikvarða heimsækja Sinfóníuhljómsveit Íslands í vetur.

Starfsárið 2020/21 er birt með fyrirvara um breytingar. Fyrirkomulag korta- og miðasölu verður kynnt nánar þegar afléttingar takmarkana fara að skýrast og við getum boðið gestum í salinn. Fylgstu með fréttabréfi Sinfóníunnar.

Gleðistund Sinfóníunnar í Hörpu

Hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands bjóða upp á sannkallaða gleðistund á fyrstu hæð Hörpu kl. 17:30 á föstudögum í september þar sem flutt verður fjölbreytt og skemmtileg kammertónlist.

Veitingastaðurinn opnar kl. 16:30 en þar verður hægt að kaupa léttar veitingar og tapas-disk. Komdu og njóttu tónlistarinnar í fallegu og rólegu umhverfi. Tónleikarnir eru ókeypis.

Lesa meira

Stórbrotið og spennandi

Ómissandi tónleikar fyrir þá sem vilja kraftmikla og stórbrotna sinfóníutónleika.

Starfsárið 2020/21 er birt með fyrirvara um breytingar. Fyrirkomulag korta- og miðasölu verður kynnt nánar þegar afléttingar takmarkana fara að skýrast og við getum boðið gestum í salinn. Fylgstu með fréttabréfi Sinfóníunnar.

Beethoven 250 ára

Í ár eru 250 ár liðin frá fæðingu Ludwig van Beethoven og verða verk hans áberandi á efnisskrám vetrarins. Hljómsveitin mun flytja flestar sinfóníuar hans og píanókonserta, fiðlukonsertinn, auk styttri verka. Þá verða afmælisveisla til heiðurs Beethovens á fjölskyldutónleikum hljómsveitarinnar sem verða sýndir á RÚV.

Starfsárið 2020/21 er birt með fyrirvara um breytingar. Fyrirkomulag korta- og miðasölu verður kynnt nánar þegar afléttingar takmarkana fara að skýrast og við getum boðið gestum í salinn. Fylgstu með fréttabréfi Sinfóníunnar.

Fjölbreytt og freistandi

Á nýju starfsári frumflytur hljómsveitin fjölbreytta og öðruvísi tónlist fyrir öll áhugasvið.
 
Starfsárið 2020/21 er birt með fyrirvara um breytingar. Fyrirkomulag korta- og miðasölu verður kynnt nánar þegar afléttingar takmarkana fara að skýrast og við getum boðið gestum í salinn. Fylgstu með fréttabréfi Sinfóníunnar.