Í október verður samstarfi Sinfóníuhljómsveitar Íslands
við Önnu Þorvaldsdóttur staðartónskáld fagnað með
sérstakri Önnu-hátíð.
Tvennir tónleikar verða haldnir,
í Hörpu og Hallgrímskirkju, þar sem verk Önnu fyrir
hljómsveit og kór verða flutt.
Anna hefur skipað sér í fremstu röð tónskálda á heimsvísu
undanfarin ár. Tónleikarnir í Hallgrímskirkju voru valdir á lista
BBC Music Magazine yfir áhugaverðustu tónleika í Evrópu
í vetur.
Kaupa Regnbogakort